Færsluflokkur: Bækur

Einingarviðleitni kristinna manna

Ótrúlegt hvað umræðan um sameiningu eða ekki sameiningu kirkjudeildanna náði hátt án þess að hægt væri að sjá raunverulegt tilefni. Neistinn sem kveikti þessa umræðu hefur trúlega verið yfirlýsing um að enska biskupakirkjan og rómverska kaþólska kirkjan væru að undirrita yfirlýsingu um sameiginlegan skilning á nokkrum kenningarlegum efnum. Í mínum huga var það alveg nógu stór frétt. En svo varð þessi fjöður að hálfgerðri akurhænu þegar farið var að bera það undir presta hér og þar uppi á Íslandi hvort ekki væri kominn þarna hvati að sameiningu rómversku Kristskirkjunnar á Landakoti og Þjóðkirkjunnar á Íslandi. Það er fögur hugsjón að sjá kristna menn sameinast, en það er óskaplega margt sem skýrir það kenningarlega séð, hvers vegna kristnir menn hafa kosið að starfa að framgangi guðsríkissins í mörgum kirkjudeildum. Trú og skipulag er ein af skrifstofudeildum Lútherska heimssambandsins í Genf. Það er ekki undarlegt að skipulagið í einni kirkjudeild ráðist nokkuð af trúarhugmyndum manna um kirkjuna sjálfa, sakramentin og embættið. Það er ekki endilega tákn um sundurlyndi þótt kirkjudeildirnar séu margar. Samfélag kristinna manna hér á landi hefur oftast nær verið gott samfélag og engin alvöru trúarbragðastríð hafa geysað í landinu. Eftir mínu besta viti hefur samkirkjuleg hreyfing náð mestum árangri í starfi eins og því sem trúlega kom þessum umræðum af stað. Þetta felst í því að setja á blað sameiginlegar yfirlýsingar um einstök kenningarleg efni, kirkjuleg fræði eða aðra guðfræði. Það væri gaman ef við gætum náð upp fræðandi umræðu á því plani svo það skilaði einhverju fyrir samfélagið okkar, bæði í kirkjunni og í þjóðfélaginu. Í sjálfu sér er það hið mesta og kristilegasta sameiningarafl sem hægt er að hugsa sér.


Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband