Sala aflátsbréfa upp á "kolviðarjöfnun"

Skelfing er ég orðinn þreyttur á þeim sem boða hina nýju leið til sjálfsréttlætingar: að selja aflátsbréf uppá kolefnisjöfnun á menguninni. Umhverfisverndar-prédikararnir boða þá lausn að nú sé allt í lagi að menga áfram og auka á gróðurhúsaáhrifin ef við borgum sölumönnum aflátsbréfanna fyrir gróðursetningu á nokkrum hríslum. Og þetta er meira að segja komið inn í umræðuna um stóriðju á Íslandi og mengunarkvóta.

Þessi nútímalega aflátssala er sett fram á ótrúlega grunnhygginn hátt til að bæta samviskuna en slævir hana óvart í staðinn. Þetta er eins og að segja að það sé allt í lagi að brjóta svolítið af sér ef við vinnum líka góðverk, að stela ef við jafnframt gefum, berja á einhverjum ef við erum líka hjálpleg gagnvart einhverjum náunga okkar. Eigum við næst að tæta upp viðkvæma náttúruna með utanvegaakstri og rétta svo samviskuna af með gróðursetningu nokkurra trjáa. Þessi brella er svo toppuð með því að tala um "gróðurhúsalofttegundir" í ægilega þreytandi auglýsingum eins og það sé raunverulga eitthvað til í veröldinni sem heitir slíku ónefni. 

Þið fyrirgefið samlíkinguna við aflátssöluna en það var "verðbréfasala" upp á styttingu tímans í hreinsunareldinum eftir dauðann samkvæmt viðtekinni miðaldahugsun. Ég segi nú bara einsog siðbótarmaðurinn okkar, Lúther, sagði þá: Hér stend ég og get ekki annað en verið hissa á þessari vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já mætti frekar gera ráðstafanir í að minnka jeppanotkun fólks. Hætta að leifa nýj álver endalaust og bæta strætókerfið og niðurgreiða það, hafa ókeypis flokkunarkassa við hvert hús o.s.frv...

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.7.2007 kl. 20:05

2 identicon

Nú veit ég þú þekki dálítið til að Vatnsnesi en þaðan er afi minn og hann er fæddur 1927. Hann segir að veðurfarið núna sé eins og fyrir seinna stríð en þá var hann með föður sínum að taka upp torf í janúar og febrúar á Gnýstöðum og það var vita snjó laust.

Hann vill meina að veðrið sé eins og tískan það fari í hringi. Hvað vitum vér um það hver staða lofthjúpsins var fyrir mælingar. Ég er ekki að segja að vér eigum að vera óábyrg og gera sem oss sýnist heldur gefa því gaum að etv kann frostaveturinn mikli að snúa aftur sem og önnur veðurfarsleg harðindi sem eru öldnum íslendingum vel kunn.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 01:09

3 Smámynd: Kristján Björnsson

Og hver er afi þinn á Gnýsstöðum sem talar svo vísdómslega?

Kristján Björnsson, 7.7.2007 kl. 18:01

4 identicon

Hann heitir Guðmundur Árnason og er fæddur og uppalinn á Gnýstöðum. Átti seinna og bjó á Geitafelli Sesselja Gunnlaugsdóttir móðir hans var þaðan en faðir frá Gnýstöðum Árni Jón Guðmundsson.

Afi leigði Eyjólfi seinna Geitafell en seldi síðan ríkinu jörðina þegar Eyjólfur hætti að búa þar.

Bróðir afa hét Skúli og bjó á Gnýstöðum þangað til þeir fóru í eyði/urðu að sumarbústað. Skúli bjó síðan inn á Hvammstanga þú veist áreiðanlega hver hann var.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Kristján Björnsson

Jú ég man eftir þeim Guðmundi og eins Skúla. Bið kærlega að heilsa. Og blessaður Eyjólfur vinur minn búinn að berja nestið sitt.

Kristján Björnsson, 10.7.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 39621

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband