Hvar eru hin æðri gildi mannsins í öllu þessu fárviðri?

Leyfi mér að vekja athygli á prédikun minni um "Öldurótið í viðskiptalífinu og hin æðri gildi" inná www.tru.is (postilla). Ég velti því mjög fyrir mér þessi misserin hvað umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagslega afkomu er gríðarlega fyrirferðamikil í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum. Eitt ljós í myrkri að fylgjast með því þegar fólkið í landinu braut upp sparibaukana sína og gaf í söfnun fyrir mænuskaðaða á föstudagskvöldið var.
mbl.is Fjármálafárviðri nær til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hin æðri gildi, hver eru þau eiginlega? Hjá nýfrjálsuhyggjumönnum (fasistum) er það vafalaust kapítalisminn eða einstaklingsfrelsið sem eru "æðstu gildi" .... enn bíddu nú við, eru þessi fyrirbæri ekki nýlega orðin gjaldþrota, úrelt og steingeld hugtök sem hafa ekkert að gera með raunveruleikann? Ó jú, enda tilheyra þau úreltum, afdönkuðum og steingeldum hugsunarhætti af því tagi sem er gjörsamlega óviðeigandi hérna á 21. öldinni, og felst öðru fremur í veruleikafirringu. Eða hvað er það annað en veruleikafirring að trúa því að allskyns verðbréf og "skuldavafningar" feli í sér raunveruleg verðmæti, þegar staðreynd málsins er að þetta eru bara ímyndaðar tölur á blaði? Helsta meinið í stjórnkerfinu um þessar mundir er einfaldlega að þar eru menn fastir í viðjum fortíðar og kunna ekki að horfa fram á veginn. Þegar menn nota eingöngu baksýnisspegilinn fyrir vegakort, þá getur framvindan aðeins orðið línuleg og einsleit en í því liggur einmitt vandamálið!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband