Skil vel, en lausnin er til ef menn vilja

Mikið skil ég Rakel vel og gott hjá henni að koma fram og þora að sýna þetta dæmi á sjálfri sér. Til hamingju með það Rakel.

Hér ætti hins vegar að finnast lausn og það er fullkomnlega í hendi þeirra aðila sem bjuggu til þessa stöðu. Það ætti að vera hægt að breyta láni sem er orðið svona öfgafullt. Bankinn ætti að sjá hag sinn í því að hætta þessari okurlánastarfsemi og finna leið til að breyta svona láni. Það myndi lagast mest við það að stytta lánstímann úr 40 árum í 25, en 40 ára lán á erlendum gjaldeyri eða í fullri verðtryggingu er næstum því glæpur í sjálfu sér. Hin aðgerðin, sem ætti að vera leyfileg og fær, er að breyta úr gjaldeyrisláni í íslenskt verðtryggt lán. Við viðsnúning í gengisþróun munu eftirstöðvar þessa láns að vísu breytast aftur til hins betra og forsendur lánsins verða eðlilegar.

Það er til lausn sem er fær af því að löggjafinn fer með valdið í þessum efnum og Ríkið á þessa banka og Íbúðalánasjóðinn líka. Og fólk eins og Rakel kýs fulltrúa sína á löggjafarsamkomuna.

Þetta er mannleg krísa af því að hún er búin til af okkur mönnunum. Bankinn ætti að hafa þessi úrræði svo Rakel geti áfram borgað af húsnæðisláni og haft hæfilegt þak yfir höfuðið. Það er engin óeðlileg krafa í orðum Rakelar en staðan sýnist vera sú að hún er föst í þessari stöðu. Það er mjög gott að vilja tala um það ófrelsi sem slík staða hlýtur að valda. Gott mál, en enn betra að laga aðstæðurnar.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 39663

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband