Danir eru áratugum á eftir okkur

Sjálfstæði dönsku kirkjunnar er áratugum á eftir íslensku þjóðkirkjunni. Ég átti fund í danska kirkjumálaráðuneytinu fyrir fáeinum árum og það staðfesti þetta algjörlega. Það lá við að ég fengi það á tilfinninguna á þessum fundi, sem kirkjuráðið okkar átti með ráðuneytismönnunum dönsku, að nær öll stjórnsýsla dönsku kirkjunnar væri á hendi ráðuneytisins. Það var allt niður í það á skera úr um hver gæti setið í sóknarnefnd. 

Það er mikill munur á þessari stöðu og stöðu okkar hér heima. Ég er þeirrar skoðunar að við séum afar lánsöm með þá þróun sem þegar hefur orðið í átt til aukins sjálfstæðis íslensku þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Það er fagnaðarefni að heyra að Danir ætla eitthvað að fara að hreyfa þessum málum fyrir sig.

Margir segja að sænska kirkjan sé komin lengst í átt til sjálfstæðis af þjóðkirkjum Norðurlanda. Án þess að ég hafi átt nema stutta kynningarfundi í einu stifti Svíþjóðar og aðeins fylgst með umræðum þar í landi eins og aðrir kirkjunnar menn, tel ég að sjálfstæði íslensku kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu sé hvað mest hér á landi af þessum löndum. Þar er ég að miða við ábyrgð þjóðkirkjunnar innan stöðugt knappari rammalöggjafar frá Alþingi og með valdi til að stýra þjóðkirkjunni með starfsreglum og öðrum samþykktum á Kirkjuþingi án afskipta ríkisvaldsins.

Tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins eru í raun ekki að verða nema táknræn í því að forseti Íslands skipar biskupana. Og meira að segja þar hefur ríkisvaldið lítið raunverulegt vald gagnvart því hver hlýtur þá skipun þar sem hann hefur verið valinn í kosningu. Norska ríkisstjórnin skipar biskupana þar í landi og fer sjaldnast eftir niðurstöðu biskupskosninga, heldur skipar þá pólitískt.

Hið raunverulega vald íslenska ríkisins liggur í því að Alþingi setur þjóðkirkjunni rammalöggjöf. Í Svíþjóð hefur þingið einmitt lagt mikið upp úr því að hafa þá löggjöf mjög ítarlega til að halda að sínu leyti vel utan um þessi stærstu meðlimasamtök landsins, sem sænska kirkjan er, m.ö.o. hafa skýra lagalega stjórn á stærstu samtökum þegnanna.


mbl.is Kirkja og ríki aðskilin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 39621

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband