Fćrsluflokkur: Tónlist

Takk fyrir Skálholtshátíđ 2008 - Ţorláksmessu á sumar

Ţađ vćsti ekki um okkur í Skálholti og margir lögđu leiđ sína til hins forna höfuđstađar kristni og kirkju í stiftinu. Pílagrímagangan frá Ţingvöllum til kirkjunnar var tákn hreyfingarinnar og leitar ađ innri krafti, ef ekki tćming hugans og streitu til ađ hleypa hinu andlega ađ í sálinni. Ţađ sama hendir ţá er koma á seinna hundrađinu og tveimur hjólum fyrir horn inn á hlađiđ og eru allt í einu leiddir í mestu rósemd inn á víđar lendur fegurstu lista, frćđslu, söngs og tilbeiđslu. Ég skrifa ţessi fáu orđ til ađ ţakka sérstaklega ţeim er ađ dagskránni stóđu, sr. Sigurđi vígslubiskupi, Sumartónleikunum og rektor og starfsfólki stađarins.

Ađ öđrum flytjendum ólöstuđum stóđ Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, uppúr, sérstaklega vegna samspils hans í fyrirlestri um tónverkin og svo hljóđfćraleik ţeirra Guđrúnar Óskarsdottur á tónleikunum, en ótrúleg túlkun hans á Ferneyhough í ţessu sambandi. Voces Thules voru flottir og ţá ekki síst Upphaf Völuspár Eggerts Pálssonar. Samhljómur hinna fornu tíđa var ţráđur í gegnum hátíđarmessu og tónleika, en ţar ţakka ég líka Pax og Steingrími Ţórhallssyni organista og stjórnanda. Ekki klikkađi Hörđur Torfa sem fékk mig til ađ hlusta af meiri athygli á texta ljóđa sinna en nokkru sinni áđur, af ţví ađ ţeir áttu ađ vera trúarlegir.

Já, hafiđ ţökk, allir ţátttakendur, leikir og lćrđir vinir og collegar fyrir nćrveru og lífsfyllingu og líka ţessa klassísku elskusemi sem aldrei er fegurri en ţegar ást Guđs birtist í hátíđleika kirkjulegrar menningar. Erum viđ ekki sannarlega í skuld viđ Guđ og menn fyrir stađ eins og Skálholt ţar sem helgin ein ríkir?

Og sérstakar ţakkir fyrir innihaldsríka prédikun sr. Sigurđar og ţeirrar hugvekju sem fékk okkur til pćlinga um samtíđina og snertingar viđ minni sögunnar, um kćnsku og trúmennsku, en heiđarleika gagnvart farsćld ţjóđarinnar.


Plötuspilarinn í kjallaranum

Ţá held ég ađ nýja áriđ fari á fljúgandi skriđ. Viđ hjónin fundum okkur til dundurs ađ hreinsa heldur betur til í geymslunni á prestsetrinu góđa ađ Hólagötunni. Fötin flokkuđ til gjafa í Rauđakrossinn og sumt var tekiđ til brúks og annađ til skemmtunar (netabolurinn!). En toppurinn á ţessari tiltekt var ađ finna aftur Lenco plötuspilarann sem líklega er orđinn meira en hálf fertugur. Ég setti hann í samband viđ útvarpiđ sem viđ vorum líka búin ađ skutla í geymsluna og viti menn. Međ nýrri kló fór hann ađ snúast. Viđ grófum í ákafa eftir plötusafninu hennar Guđrúnar Helgu. The Wall og allt. Og nú er allt ađ verđa klárt fyrir heilög vé og verustađ nostalgíunnar á ţessu heimili. Karlinn tók sig til og málađi og fyrstu gestum var bođiđ í Brunninn, ţví geymslan er í gamla brunninum á ţessu merka húsi Sigga Ţórđar, Sigga á sjóskónum. Ţykkir steyptir veggir - betra en hvađa hljóđver!

Nú er nćsta mál ađ safna ađ sér góđum LP plötum undir Pickering XV-15 eđalnálina. Hljóđiđ er algjörlega einstakt og einhvern veginn nćr ţví ađ vera lifandi tónlist en CD. Ég fer strax ađ sjá eftir mínum Thorens úrvalsspilara sem ég átti fyrir nćrri ţví ţremur áratugum sjálfur, en ţađ var úrvalsgripur.

Merkast var ţó ađ komast ađ ţví ađ sautján og átján ára peyjar höfđu ekki fyrr séđ plötuspilara "sem virkar". Mikiđ var ţetta tćkniundur merkilegt sem ţeir sáu ţarna í fyrsta sinn. "Hvernig skiptir mađur á nćsta lag?" spurđi einn vinur sona minna og "hvernig virkar ţessi "nál"?"


Sumrinu heilsađ međ kaffihúsamessu í Grafarvogskirkju

Ţađ stendur heldur betur mikiđ til hjá Kaffihúsakór Landakirkju sumardaginn fyrsta. Nú kemur ţessi kór, sem hefur veriđ ađ ćfa og syngja gospel og trúarlega söngva í vetur undir stjórn Óskars Sigurđssonar, og syngur heila kaffihúsamessu í Grafarvogskirkju í Reykjavík.

Margir koma ađ messunni

Messan verđur niđri í safnađarheimili Grafarvogskirkju kl. 16.00 ţann 19. apríl. Söngurinn verđur örugglega góđur og enginn svikinn af ţví. Viđ prestarnir í Landakirkju og prestar Grafarvogskirkju komum til međ ađ leiđa stundina međ prédikun orđsins, bćn og blessun. Ćskulýđsfulltrúar og fleiri koma ađ lestri og skipulagi og hćgt verđur ađ fá sér kaffi og kleinur á vćgu verđi, en ađgangur er ađ sjálfsögđu ókeypis.

Hugmyndin ađ kaffihúsakór 

Hugmyndin ađ kaffihúsakór fćddist í Landakirkju fyrir nokkrum árum ţegar tónlistarfólk undir forystu Ósvaldar Freys Guđjónssonar og prestar kirkjunnar vildu freista ţess ađ brjóta upp hnakkasamfélagiđ. Ţađ gerum viđ međ ţví ađ skapa notalega stemningu viđ guđsţjónustu í safnađarsal kirkjunnar. Viđ sköpum umgjörđ kaffihúss međ ţví ađ fólkiđ situr viđ borđ og kertaljós, slakar á og fćr sér kaffi og međ ţví á međan stundin líđur viđ söng og lifandi Orđ Guđs. Prédikun prestanna hefur oftar en ekki veriđ samtalsprédikun eđa samtal prestsins viđ söfnuđinn.


Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38449

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband