Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Alister McGrath magnađur trúvarnarmađur í Skálholti

Ţessi eftirtektarverđi guđfrćđingur og merkilegi vísindamađur var ótrúlega flottur í fyrirlestrum sínum í Skálholti. Ţađ er ekki vanţörf á ţessari skeleggu trúvarnarbaráttu hans enda hefur hann haft gríđarleg áhrif víđa um heim. Apólógetían er nauđsynleg og ef menn setja hana fram á jákvćđan hátt rifa sólargeislar trúarvissunnar inn í líf hvers manns.

Ég lét ţađ líka koma fram í prédikun minni í Landakirkju í morgun ađ trúvörn hefur á sér minnst tvćr hliđar. Eitt er ađ verja trúna á Jesú Krist. Hitt ađ skynja hvernig trúin á hann ver mig og ţig. Og ég vitna í Lewis: "Ég er kristinnar trúar á sama hátt og ég er fullviss um sólarupprásina í morgunn. Ekki af ţví ađ ég sé sólina eđa Guđ heldur af ţví ađ í ljósi ţess sé ég allt í ţessu lífi." Ég sé ekki alltaf sólin en birta hennar lýsir daginn. Verk Guđs eru augljós í náttúrunni og sögu mannkyns - og líka í mínu lífi.

Margt var grípandi í máli McGrath. Einn molinn er skondinn: Ţeir sem ađhyllast trúleysi á forsendum vísindalegra rannsókna hafa sumir sagt ađ trú á Guđ sé einsog vírus í huga mannsins. Dawkins nokkur í Oxford hefur m.a. haldiđ ţessu fram. En ef viđ skođum ţessa fullyrđingu, sem er í dulargervi vísindalegrar framsetningar, kemur í ljós ađ engar vísbendingar eru til um tilvist slíkra vírusa. Ţađ er međ engu móti hćgt ađ sýna fram ađ slíkt sé til og hvađ ţá rannsakanlegt međ nokkurri ađferđafrćđi vísindamanna, hvorki sem agnir, örđur eđa efnaskipti. Trúin á ađ enginn guđ sé til byggir ţá á venjulegum forsendum átrúnađar ef hún er sett fram međ svona fullyrđingum.

Ţađ minnir mig á mann einn sem sagđist vera "lútherskur trúleysingi". Ţađ var ekki annađ hćgt en dást ađ slíkri lífsafstöđu og virđa hana sem lífsskođun hvađ sem ţetta ţýddi í ţessu átrúnađarkerfi einstaklingsins.

http://www.skalholt.is/2008/04/21/alister-e-mcgrath-heimsaekir-skalholt/


Frá ráni, dauđa og ţrćlasölu til sáttargjörđar og frelsis

Ţessi hrikalega fyrirsögn er samhljóđa erindi inná www.landakirkja.is sem ég flutti í dagskrá til minningar um mannránin í Vestmannaeyjum áriđ 1627. Ţetta mannrán er betur ţekkt sem "tyrkjarániđ". Erindiđ er í heild sinni á vef Landakirkju undir liđnum Rćđur, Greinar og Prédikanir, en á forsíđunni eru einnig fréttir af ţessari dagskrá sem minnir á ţann atburđ sem markađi hvađ dýpstu spor í sögu Vestmannaeyja og nokkurra stađa á Íslandi.

Sala aflátsbréfa upp á "kolviđarjöfnun"

Skelfing er ég orđinn ţreyttur á ţeim sem bođa hina nýju leiđ til sjálfsréttlćtingar: ađ selja aflátsbréf uppá kolefnisjöfnun á menguninni. Umhverfisverndar-prédikararnir bođa ţá lausn ađ nú sé allt í lagi ađ menga áfram og auka á gróđurhúsaáhrifin ef viđ borgum sölumönnum aflátsbréfanna fyrir gróđursetningu á nokkrum hríslum. Og ţetta er meira ađ segja komiđ inn í umrćđuna um stóriđju á Íslandi og mengunarkvóta.

Ţessi nútímalega aflátssala er sett fram á ótrúlega grunnhygginn hátt til ađ bćta samviskuna en slćvir hana óvart í stađinn. Ţetta er eins og ađ segja ađ ţađ sé allt í lagi ađ brjóta svolítiđ af sér ef viđ vinnum líka góđverk, ađ stela ef viđ jafnframt gefum, berja á einhverjum ef viđ erum líka hjálpleg gagnvart einhverjum náunga okkar. Eigum viđ nćst ađ tćta upp viđkvćma náttúruna međ utanvegaakstri og rétta svo samviskuna af međ gróđursetningu nokkurra trjáa. Ţessi brella er svo toppuđ međ ţví ađ tala um "gróđurhúsalofttegundir" í ćgilega ţreytandi auglýsingum eins og ţađ sé raunverulga eitthvađ til í veröldinni sem heitir slíku ónefni. 

Ţiđ fyrirgefiđ samlíkinguna viđ aflátssöluna en ţađ var "verđbréfasala" upp á styttingu tímans í hreinsunareldinum eftir dauđann samkvćmt viđtekinni miđaldahugsun. Ég segi nú bara einsog siđbótarmađurinn okkar, Lúther, sagđi ţá: Hér stend ég og get ekki annađ en veriđ hissa á ţessari vitleysu.


Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38449

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband