Að hefna sín á dómsmálaráðherra

Ég hef ekki síður áhyggjur af því hvert þessi þróun gætur leitt okkur. Vísa á fyrri færslu um fyrri frétt af útstrikununum undir fyrirsögninni "Dramatísk hefnd á dómsmálaráðherra":

Það er umhugsunarvert að sakborningur í dómsmáli geti yfirhöfuð komið fram hefndum á dómsmálaráðherra með þessum hætti. Einum of augljós tengsl eru á milli Baugsmálsins þar sem fjölskylda Jóhannesar í Bónus hefur sætt ásökunum ákæruvaldsins og auglýsingarinnar þar sem hann hvetur til útstrikana á nafni dómsmálaráðherra í nafni fjölskyldunnar. Óttalega er þetta lágkúrulegt og hættulegt fyrir lýðræðislega kjörna leiðtoga okkar sem gegna æðstu embættum þjóðfélagsins. Það liggur við að hér hafi verið um að ræða hættulega aðför að hinu þrískipta æðsta valdi lýðveldisins.

Ég hef svosem líka verið að velta því fyrir mér í öllu þessu Baugsmáli, hvort yfirhöfuð sé hægt að sækja mjög efnað fólk til saka í okkar litla samfélagi. Þótt ég líki ekki saman ákærumálunum eða meintum sakarefnum, kom þessi umræða upp á yfirborðið í Bandaríkjunum í tengslum við réttarhöldin yfir Michael Jackson og fleiri vellauðugum á þeirra mælikvarða skoðað.


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ingi, fólk kaupir vörur af því þær eru auglýstar og minnt á þær og talað vel um þær. Fólk forðast vörur sem varar er við og sagt er að séu hættulegar. Sama með stjórnmálaflokka. Þess vegna auglýsa stjórnmálaflokkar. Af því það hefur áhrif. Auglýsingin hafði pottþétt mikil áhrif.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2007 kl. 06:33

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Ég er nú samt á því að ef almennum kjósendum hefði fundist Björn Bjarna standa sig vel í embætti þá hefði fólk bara hlegið af auglýsingum Jóhannesar í Bónus og kosið eins og það vildi... og kannski sleppt því að strika yfir nafnið. 

Sigþóra Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband