Niðurfellingin gæti orðið fyrr

Það hefur verið unnið að því að fella niður þetta gjald og þess vegna var þetta lagt til í fyrra að það félli niður 1. janúar 2009. Það hefur verið á hendi ráðherra sem setur þessa gjaldskrá til tíu ára í senn. Tillagan núna felur í sér að það gerist eigi síðar en 1. janúar 2010.

Við erum hins vegar að vinna ágætar breytingar á þjóðkirkjulögum og í þeim fellst m.a. að kirkjuþing muni ákveða þessa gjaldskrá í framtíðinni ef Alþingi samþykkir lögin. Þá verða ekki inni í henni gjöld fyrir fermingarfræðslu miðað við samþykktina frá því í fyrra og þann vilja Kirkjuþings að fella þetta gjald niður.

Niðurfellingin gæti semsé orðið að veruleika fyrr á næsta ári ef ályktunin endar þannig. Vonandi verður hún enn fyrr, því þetta gjald ætti alls ekki að vera til. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar.


mbl.is Fermingarfræðsla og skírnir gjaldfrjálsar 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en eigum við ekki að ganga alla leið og hafa þetta eins og þetta var áður en farið var að innheimta: Taka börnin til spurninga á sunnudegi frami fyrir söfnuðinum -en ekki í fermingarfræðslu?

Það var jú á ábyrgð foreldranna og guðforeldra að uppfræða börnin í trúnni svei mér þá ef það er ekki eitthvað minnst á það í skírnarathöfninni enn þann dag í dag

Var ekki upphaflega farið að innheimta þetta gjald af því að prestar voru farnir að sinna því trúar-uppeldislega hlutverki sem fara átti fram á heimilinu?

Bara smá pæling.

Með kveðju frá Skinnastað.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 39655

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband