Kallar á iðrun og yfirbót

Meining þessara mótmælenda er í raun ótrúlega nálægt eðli aðventunnar. Á aðventunni er kallað eftir iðrun og yfirbót, að fólk sjái að sér og vinni raunveruleg yfirbótarverk. Aðfarirnar eru reyndar hrikalegar þótt þær séu á margan hátt skiljanlegar.

Ef þessi hugsun mín reynist gáfuleg er líka jafn líklegt að við njótum þess enn frekar en áður að ganga inn í helgi jólanna eftir viku. Spurning hvort ekki sé bara andleg heilsubót í því að hreinsa svona huga sinn. 

En ég minni alla á helgi mannsins. Hinn meinti afbrotamaður er meira að segja helgur í sjálfu manngildinu vegna þess að hann er skapaður í mynd Guðs þrátt fyrir allt. Árás á bankamanninn Tryggva Jónsson og árásin Jón Ásgeir á götu úti er t.d. jafn óásættanleg og aðför að nokkrum manni öðrum.

Samkvæmt þessari hugsun eiga mótmælendurnir sjálfir eftir að leita iðrunar í eigin lífi jafn einbeitt og þeir deila á aðra. Það er væntanlega verkefni þessarar þjóðar í heild.


mbl.is Ruddust inn í Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég geri mér fulla grein fyrir að allt gerist fyrir bæn. Og þá opinberun að kristur og kraftur hanns sé innra með okkur.

Það er þessvegna mikil ánægja mín að kraftur guðs sé til staðar þar sem friðsöm mótmæli fara fram.

Stjórnmál og viðskiptaheimur þarfnast aðhalds.

Árás á tryggva var ekki framin.

Mótmælt var veru hanns þarna. Algjörlega eðlilegt.

Að hend snjó í Jón ásgeir er svo saklaust að telja þetta á einhvern hátt brjóta helgun er mikil þöggun að mínu mati.

Lítil börn kasta snjó í hvort annað.

Það er heilbrigt að mínu mati að fólk sýni vandlætingu á yðrunnarlausum mönnum.

Vatn hefur aldrey sakað neinn að mínu viti.

Og of margir trúaðir eru of fjótir að dæma þessa hluti, þar sem einföld og oft á tíðum eðlileg hegðun á sér stað.

Ég er alls ekki að mæla með ofbeldi eða skemdaverkum.

Þau eru samt oftast fylgifiskur mótmæla gegn valdhöfum sem eru á skjön við réttlætið og lýðræðisumbætur.

Það sýður upp úr og fólk fær útrás.

Sem endar ekki alltaf fallega. Það er auðvitað miður.

En mér þikir það jafn miður að kirkjunnar menn nánast fordæmi hversskonar mótmæli.

Það finnst mér ekki rétt og það er skylda mín að áminna í góðu elskaði bróðir og ef þér finnst ég fara út fyrir hina heilnæmu kenningu þá segðu mér.

Ég verð að játa að umræða um mótmælendur innan raða presta og trúaðra finnst mér oft vera á villigötum að sumu leiti.

Og ætla ég hér með að reyna að skýra mál mitt.

Mitt mat er að margir safnaðarhirðar séu ekki nógu vel að sér í stjórnmálum til að taka afstöðu í vissum málum og sé margir hræddir við að standa upp gegn vissum hlutum.

Að mínu mati stjórnast margir af ótta. við að rugga bátnum.

En það er ekki það sem jesú boðaði.

Ég veit ekki betur en að Jesú hafi komið í veg fyrir að kona væri grýtt.

Hann steig í veg fyrir þá, kom í veg fyrir órétti.

Ef ég heimfæri það upp á Landsbankann og mótmælin þar þá gætum við sagt að þeir mótmælendur fetuðu í fótspor Jesú. Og voru þar sem þjófnaður frá fátækum færi fram og krafan væri að það yrði stöðvað.

Það að þau ruddust inn er auka atriði að mínu mati. Og er uppblásin fréttaflutningur.

Það er mitt mat að ef Jesú væri hér mundi hann fara sjálfur og stöðva þjófa.

Undir vissum kringumstæðum.

Og ef mótmælendur hefðu ætlað að gríta Triggva hefði hann stigið framm úr hópi mótmælenda.

En við höfum kraft hanns í okkur. Hann er þar sem við erum.

Að þrýsta á að ólöglegt atriði stöðvi er hið besta mál að mínu mati.

Ekki eru stjórnvöld að sinna því vel. Það er spilling í gangi og stjórnvöld og lögregla og fjölmiðlar þurfa þrýsting til að gera rétt. á þessum mikilvæga tíma.

Svona stöðuveitingar eru ekki til að hjálpa ástandinu.

Takk fyrir að vera þú.

Allt þetta þýðir ekki að manninum sé ekki fyrirgefið af guði eða okkur ef hann yðrast.

Eða jafnvel ef svo ótrúlega vildi til að hann hafi ekki gert neitt.

Vilhjálmur Árnason, 20.12.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Kristján Björnsson

Það er rétt að ekki ætti að reyna að tala niður réttláta reiði. Það er greinilegt af þessum mótmælum að réttlætiskennd fólks er við brugðið. En þrátt fyrir réttláta reiði sem trúlega byggir á eðlilegri vandlætingu vegna ákveðinna brota eða misgjörða eða virðingarleysis, hvet ég ekki til þess að mönnum sé sýnd vanvirðing opinberlega.

Þetta snýst líka um mannvirðingu mótmælandans, að hann snú ekki eigin reiði gegn sjálfum sér með óvirðulegum hætti. Ef við ætlum að saka ákveðna einstaklinga um villu eða ranglæti þarf að gera það málefnalega til að það hitti ekki ásakandann sjálfan.

Kristján Björnsson, 21.12.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 39621

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband