Dr. Rowan Williams af Kantaraborg með skýra varnaðarræðu

Ég leyfi mér að vekja athygli ykkar á frétt á Vísir.is um merkilegan pistil erkibiskupsins af Kantaraborg, en hann er yfirmaður bresku biskupakirkjunnar og fremstur meðal jafningja í þeirri kirkjudeild um allan heim.

"Erkibiskupinn af Kantaraborg líkir efnahagsstjórn Gordons Brown við þriðja ríki Adolfs Hitler.

Doktor Rowan Williams erkibiskup er ómyrkur í máli þegar hann skrifar í breska blaðið Telegraph að margt sé líkt með stjórnarháttum forsætisráðherrans Gordons Brown og því hvernig Hitler hélt um stjórnartauma síns veldis á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.

Williams varar við því að stefna Browns taki ekkert tillit til þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu og nefnir þar eldri borgara og þá sem misst hafa atvinnuna. Biskupinn hvetur til þess að varlega verði stigið til jarðar við að skuldsetja breskan almenning en eftir hrun bankakerfisins krafðist hann aukins eftirlits með fjármálafyrirtækjum og benti á að Karl Marx hefði haft rétt fyrir sér þegar hann greindi hættur auðvaldsstefnunnar.

Í grein sinni minnir biskup enn fremur á að í Þýskalandi nasismans hafi skilyrðislaus hlýðni við kerfi snúist upp í martröð. Hann klykkir út með því að minnast guðfræðingsins Karls Barth sem Hitler gerði útlægan en Barth sagði höfuðkost kristninnar þann að fylgjendur hennar gætu lifað utan pólitískra lögmála og kennisetninga."

Gæti eitthvað af þessu átt við hér á landi? Getur gremja íslensks almennings verið sprottin af því ranglæti sem biskupinn bendir á og felst í því að viðhalda auðvaldsstefnu og efnishyggju á kostnað öryrkja, aldraðra og atvinnulausra - nú eða skuldsettra íbúðaeigenda sem sæta auk þess kjaraskerðingu í aðgerðum stjórnvalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld Sr. Kristján,

Ég held nú að það sé algjörlega út úr kú að líkja Gordon Brown við Hitler.

Það hefur nú margt skrítið oltið upp úr erkibisknum af Kantaraborg undanfarið og ég held að það séu ekki ýkja  margir sem taka hann alvarlega.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband