Stendur vaktina svikalaust

Það er ekki annað að sjá en Geir hafi staðið vaktina svikalaust allt til þessa frá því í október. Ekki get ég óskað nokkrum manni að hafa einmitt verið á vakt í haust þegar bankarnir hrundu og ofvaxin spilaborg fjármálaheimsins fauk um koll.

Merkilegt að við skulum þrátt fyrir allt hafa í okkur og á og ekki annað að sjá en ljósin logi og straumur á flest öllum kerfum samfélagsins, fiskur berst að landi og skepnur á húsi. Ekki viðlit að fá iðnaðarmann. Æsingurinn er á köflum aðeins of mikill, en gremja er skiljanleg hjá þeim sem hafa glatað miklu fé eða eru að tapa húsunum vegna óhugnanlegra lánakjara. Ekki vildi ég hafa þá við stjórnvölin sem espa og æpa, meira að segja af ræðustól Alþings.

Getur verið að gremjan sé að hluta vegna þess að fólk hafði sett traust sitt á peninga og eignir en ekki eitthvað sem varir?


mbl.is Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú dregur ranga ályktanir af stöðunni. Fólkið lagði traust sitt á ríkisstjórnina og stofnanir sem lugu að því af fáfræði eða ásetningi um raunverulega stöðu mála.

Það er svo þægilegt að í dag að segja að Siggi verkamaður eða Jóna opinberi starfsmaðurinn hefðu átt að hafa meiri þekkingu á þjóðhagfræði á sínum tíma en ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar.

MM (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já kæri klerkur, það er ekki að furða að þú, sem lútherstrúarmaður, sért ánægður með Geir. Geir stendur bara þarna og getur ekki annað.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 39621

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband