Sjálfsmynd þjóðarinnar svona mikið brotin?

Ætli sjálfsmynd þjóðarinnar sé svo niður brotin að hún verði að fá útlending í embætti seðlabankastjóra? Og eins þótt það sé andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar, ef marka má ábendingar Sigurðar Líndal, lagaprófessors, því fyrsta skilyrði fyrir embættisgengi hér heima er að vera íslenskur ríkisborgari.

Sennilega liggur okkur svona mikið á að laga sjálfsmynd þjóðarinnar að við þurfum útlending til að ganga í augun á útlendingum. Lengi höfum við Íslendingar verið háðir áliti annarra og oft höfum við gert grín að setningum eins og: "Há dú jú læk æsland?" Nú sýnist mér það vera komið á annað stig og heldur aukast nú vandræði okkar, kerling.

Hefði ekki verið nær að setja Arnór seðlabankastjóra og ráða handa honum alþjóðlegan sérfræðing sem aðstoðarmann eða ráðgjafa? En nú er ekkert heilagt og ekki heldur stjórnarskráin og hvað þá ímynd þjóðar í eftirköstum bankakreppu.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 39652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband