Margt að gerast í Póllandi

Var í tvær vikur á ferð um Pólland í ferð Kiwanismanna á Evrópuþingi í Sopot/Gdansk. Það er ótrúlega merkilegt að ferðast þar um í fallegu landi, landi sem stóð undir mínum björtustu væntingum. Glæsibragur á því sem glæsilegt á að vera; sögulega menningarlegt þar sem merkisviðburðir sögunnar hafa gerst; ævintýralegt þar sem ferðamenn eru boðnir velkomnir.

Mæli með ferðalögum um Pólland til að vinna upp nýja ímynd þessa söguríka lands í hjarta Evrópu í hugum okkar Íslendinga. Gildi Póllands í sögu Evrópu og í kirkjusögunni er líka miðlægt og merkilegt var að heyra ávarp Lech Walesa við setningu Evrópuþingsins. Ég held að við ættum að hætta að þykjast vera eitthvað gagnvart Pólverjum hér heima. Og eftir Auswitch-Birkenau ættum við líka að hætta algörlega að lyfta undir þjóðarrembing og þjóðernishyggju sem stöðugt hefur verið að skjóta upp kollinum í Evrópu allt frá seinustu áratugum 19. aldar - síðast á Alþingi Íslendinga í vetur sem leið.

Það er margt að gerast í Póllandi og margt um að vera fyrir ferðalanginn, en ég mæli sérstaklega með gömlu miðborginni í Kraká, ferð í saltnámur Kraká og dvöl í Tatrafjallabænum Zakophane - að ekki sé talað um gönguferðir um sjálf Tatrafjöllin og við vötnin blá. Og ekki sleppa góðri kirkjuferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39665

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband