Prédikaš ķ lošnubresti į konudegi

Hér er prédikaš ķ Landakirkju śt frį gušspjalli Lśkasar, 11. kafla, vers 14-28 sunnudaginn 24. febrśar 2008. Gušsrķkiš er komiš og žaš er rķki sem er ekki sjįlfu sér sunduržykkt. Žvķ er allt hiš góša ķ žessum heimi gert ķ krafti hins góša Gušs en ekki meš ódżrum mešulum. Guš hefur örugglega rįš handa okkur og žess vegna er gott aš vona į hann. 

Konudagurinn 

Viš erum aš nįlgast mišja föstu į leiš okkar upp til pįskahįtķšarinnar og fögnum ķ dag upphafi Góu-mįnašar meš konudegi. Konur, til hamingju meš žann dag, sem ętla mį aš karlarnir noti til aš sżna ykkur hina mestu įstśš og viršingu. Žaš veršur seint oflofaš af okkar hįlfu hversu mikils virši žiš erum fyrir okkur, aš ekki sé minnst į alla žį fegurš sem žiš aukiš viš lķfiš ķ žessum heimi. Žau tķmaskil, sem mörkuš eru ķ gömlum mįnašarheitum segja okkur aš viš höfum komist af meš Žorra og Žorražręl og alla žį mörgu daga sem fólk hefur boriš kvķšboga fyrir um aldir vegna haršinda og sveltis, mešan žvķ var til aš dreifa.

Lošnan og takmarkanir į aflaheimildum

             Žaš er ekki žannig tķšarfar ķ hagsęldinni į okkar dögum en slęmt er žaš samt aš heyra enn af takmörkušum heimildum til veiša ķ sjónum hér ķ kring. Ķ fyrra varš ljóst aš mikill samdrįttur varš aš eiga sér staš ķ aflaheimildum ķ žorski og nś žegar sķga fer į kvótaįriš förum viš aš finna ę meira fyrir skorti į heimildum til fiskveiša og žó ašallega ķ žorski. Nś berast enn alvarlegar fréttir af lošnunni og erfitt veršur hér ķ okkar byggš ef ekki finnst meira af žeirri Gušs gjöf sem uppsjįvarfiskarnir eru og lošnuveišar fį ekki aš fara aftur af gang. Til žess žarf žó tilefni og ekki er hęgt aš lķta framhjį žeirri stašreynd aš veišina žarf til aš hęgt sé aš veiša. Žaš er žar sem Drottinn gefur og Drottinn tekur og undir žaš erum viš öll seld į allan hįtt ķ lķfinu. Er žaš svo önnur umręša, sem ekki žarf endilega aš taka hér, heldur į vettvangi stjórnmįlanna, hvernig hyggilegast sé aš meta stofnstęršir og śt frį žvķ afmarka veišiheimildir. Treystum viš į algjöra įbyrgš žeirra sem meš mįlaflokkinn fara žvķ ef žaš er ekki, er lķka frišurinn śti, sem rķkja žarf mešal žeirra sem nżta og njóta.

Trśartraust hśsfreyjunnar

Žaš geršist eitt sinn į höfušbóli noršur ķ landi aš hśsfreyjan, sem var gjafmild og bóngóš sveitungum sķnum, hafši gefiš frį sér allt višbitiš į mišjum vetri, en žennan vetur var einmitt hart ķ įri og margir lišu skort. Hśn gaf allt og žar var enginn kvóti. Rįš konunnar virtist ekki vera sérlega skarplegt og žegar žetta komst upp voru ekki allir įnęgšir meš žessa tegund af rįšdeildarsemi. En konan bjó yfir sterkri trś og svaraši sallaróleg į žann hįtt aš Guš myndi örugglega finna eitthvaš annaš aš gefa žeim ķ stašinn. Žaš var sś viska kvennanna sem reisir hśsiš, eins og segir ķ Oršskvišum Salómons, sś viska kvennanna sem byggist į ęšruleysi og trś. Er skemmst frį žvķ aš segja aš nokkru sķšar er leiš nęr jafndęgrum į vori rak fjölda hvala upp į sanda nęrri höfušbólinu og mettaši žaš allar nęrliggjandi sveitir og bjargaši örugglega mannslķfum fram į sumar.

Sterki mašurinn og Gušs alvępni

Viš erum minnt į žaš meš lķkingunni ķ svari Jesś, samkvęmt gušspjalli dagsins, aš sterki mašurinn, alvopnaši, er fęr um aš verja hśs sitt og er žį allt ķ friši sem hann į, en rįšist annar honum sterkari į hann og sigrar hann, tekur sį alvępni hans og skiptir herfanginu. Og nęrri mį geta aš ekki er lengur frišur ķ žvķ hśsi. Hér svarar hann įsökunum og vangaveltum um žaš hver žaš er sem ver hśsiš og meš hvaša valdi og krafti hann getur rekiš śt illa anda og variš hśs žeirra sem į hann treysta. Og viš svörum žessu meš žvķ aš syngja barįttusįlma kristinna manna eins og ķ fermingarsįlminum góša:

Gušs alvępni taktu og trśfastur ver. / Žį višnįm žś veitir, / er vopnum žeim beitir, / og sigrinum heitir / hinn sigrandi žér.

Gef oss ķ dag vort daglegt brauš

     Hér er enginn efi aš žį er sigurinn vķs ef viš erum heil ķ barįttunni meš Kristi og veitum žaš višnįm sem er fólgiš ķ Orši hans og fagnašarerindinu öllu um Drottinn. Žaš hefur veriš einhvern veginn žannig sem hśn hefur hugsaš, hśsfreyjan, sem įtti eitt sinn višbit en alltaf sterka trś. Žaš varš til žess aš hśn óttašist ekki ógnir aldarinnar og lét völd myrkranna enn sķšur nį tökum į sér. En žetta kallast einmitt aš eiga trś og ęšrast eigi. Žaš er śt frį žessum vangaveltum ķ trśarlegri prédikun śt frį gušspjallstexta og vitnisburši fólks į fyrri tķš, sem viš getum meš öruggri vissu sagt nś į okkar tķš – og einmitt į tķmum sem žessum žegar örvęntingin gęti veriš viš horniš – aš ef Drottinn sendir ekki von brįšar vęna lošnutorfu sem žéttir sig hér uppi į grunninu, žį muni hann örugglega finna eitthvaš annaš handa okkur ķ stašinn. Og žį skulum viš vera handfljót aš hugsa og safna žvķ saman ķ hśs meš Guši sem hann er aš senda okkur til aš veiša. Viš žurfum aš vera vakandi og trśföst og örugg ķ žvķ sem okkur ber aš gera en taka žvķ meš ęšruleysi sem aš höndum ber, jafnvel žótt žaš falli ekki alveg aš vęntingum okkar. Viš žurfum aš vera sterk til aš verja hśsiš og alvępniš er Orš Gušs og skjöldur okkar er bęnin og fegurš žessarar barįttu er sannarlega sś lofgjörš, sem okkur er žrįtt fyrir allt unnt aš bera fram meš gušsžjónustu okkar į helgum dögum og signdum dögum lķka, svo notaš sé gamalt oršalag yfir virka daga. Viš lofum hann signt og heilagt, virka daga og helga, upphįtt og ķ hljóši, og lżsum žannig trś okkar, bęši ķ orši og ķ verki, en žó fyrst og sķšast žannig aš žaš sjįist ķ lķfi okkar aš viš erum bęnarfull og lofgjöršarfull ķ garš žess Gušs sem gefur okkur lķfiš og allan ljóma žess. Og viš förum meš žann hluta bęnarinnar sem Jesśs kenndi okkur svo vel aš hver einasta kynslóš hefur lęrt hana sķšan og fįum alveg sérstaka merkingu ķ žennan hluta nśna śt frį žvķ sem ég hef žegar rętt, er viš segjum: "Gef oss ķ dag vort daglegt brauš." Höfum žaš ķ huga į eftir er viš förum saman meš Fašir voriš.

Saga af sķšu hįri og heitri ósk

Viš fįum ekki alltaf nįkvęmlega žaš sem viš viljum eša bišjum um og žaš er žess vegna sem Drottinn sagši aš viš ęttum aš lįta žessa bęn duga. Lįta Guši almįttugum eftir aš finna eitthvaš til aš gefa okkur ķ stašinn fyrir žaš sem viš – ķ okkar takmarkaša ķmyndunarafli – eigum ef til vill erfitt meš aš bišja um. Žaš er ekki annaš hęgt aš skoša eina hlišina į žvķ hvers viš bišjum og hvaš žaš er sem okkur langar hvaš mest ķ śt frį ašstęšum okkar og žörf sem jafnvel viršist vera aškallandi į žeirri stundu sem hśn er okkur efst ķ huga. Žaš geršist į prestsetri einu, en žó ekki į Hólagötunni, aš sonur prestsins, sem žį hafši nżlega fengiš bķlpróf upp į vasann, spurši pabba sinn, prestinn, hvort hann gęti ekki fengiš bķlinn hans aš lįni. Hann žurfti naušsynlega aš komast leišar sinnar. Pabbinn var spar į fķna bķlinn en settist žó nišur meš drengnum til aš ręša mįlin. "Viš skulum hafa žaš žannig," sagši prestur, "aš ef žér tekst aš fį hęrri einkunnir ķ skólanum, lętur klippa žetta sķša hįr og tekur til viš aš lesa ķ Biblķunni einu sinni į dag, žį skal ég ķhuga mįliš."

     Drengurinn hafši mikinn įhuga į aš fį aš aka um į fķna bķl föšur sķns, svo hann lagši sig allan fram ķ skólanum og gluggaši ķ Biblķuna į hverjum degi. Fęrši hann žetta mįl aš nżju ķ tal aš nokkrum tķma lišnum og pabbinn sį aš allt var į réttri leiš. En drengurinn hafši ekki lįtiš klippa hįriš, heldur mętti žeirri kröfu meš žvķ aš vitna ķ Biblķuna. Sagši hann aš Samson sterki hefši veriš sterkur mešan hįriš hans var sķtt og Móse hefši haft mikiš hįr og sķtt og sjįlfur Frelsarinn hafi einnig veriš meš sķtt hįr og ekki minnst einu orši į hįrklippingu ķ öllum gušspjöllunum. "Jį, rétt er žaš," sagši faširinn, "žeir voru allir meš sķtt hįr og margir fleiri, en fyrst žś hefur lesiš žetta ķ Ritningunni, žį hefuršu lķka tekiš eftir žvķ, sonur sęll, aš allir žessir menn komust allra sinna ferša gangandi."

   Žannig vissi faširinn betur og lķklega hefur žaš veriš drengnum til blessunar aš fį aš hreyfa sig meira og ganga mešan hann var enn ungur. Vafalaust hefur hann ekki veriš alveg įnęgšur meš bęnheyrsluna, en ef aš lķkum lętur hefur hann lagt sig enn meira fram og heitiš žvķ aš stefna į aš eignast sinn eigin bķl meš išjusemi og eigin dugnaši en treysta ekki į ašra. Žetta hefur flżtt fyrir žvķ aš hann stęši į eigin fótum.

Viš treystum Drottni 

Viš treystum įfram į Drottinn og leggjum okkur fram ķ žeim dugnaši sem hann hefur gefiš hverjum og einum. En viš störfum hér fyrst og sķšast undir vernd hans og hlķfiskildi sem hann heldur yfir byggšalaginu hér ķ Vestmannaeyjum. Gleymum žvķ aldrei aš žaš er Guš sem skapaši žennan heim okkar og žaš er hann sem gefur og veitir og blessar žśsundfallt į viš žaš sem viš höfum nokkru sinni hugarflug til aš bišja um. Fyrir žaš sé Guši dżrš, föšur og syni og heilögum anda. Svo sem var ķ upphafi, er og veršur um aldir alda. Amen.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband