7.9.2008 | 17:10
Alister McGrath magnaður trúvarnarmaður í Skálholti
Þessi eftirtektarverði guðfræðingur og merkilegi vísindamaður var ótrúlega flottur í fyrirlestrum sínum í Skálholti. Það er ekki vanþörf á þessari skeleggu trúvarnarbaráttu hans enda hefur hann haft gríðarleg áhrif víða um heim. Apólógetían er nauðsynleg og ef menn setja hana fram á jákvæðan hátt rifa sólargeislar trúarvissunnar inn í líf hvers manns.
Ég lét það líka koma fram í prédikun minni í Landakirkju í morgun að trúvörn hefur á sér minnst tvær hliðar. Eitt er að verja trúna á Jesú Krist. Hitt að skynja hvernig trúin á hann ver mig og þig. Og ég vitna í Lewis: "Ég er kristinnar trúar á sama hátt og ég er fullviss um sólarupprásina í morgunn. Ekki af því að ég sé sólina eða Guð heldur af því að í ljósi þess sé ég allt í þessu lífi." Ég sé ekki alltaf sólin en birta hennar lýsir daginn. Verk Guðs eru augljós í náttúrunni og sögu mannkyns - og líka í mínu lífi.
Margt var grípandi í máli McGrath. Einn molinn er skondinn: Þeir sem aðhyllast trúleysi á forsendum vísindalegra rannsókna hafa sumir sagt að trú á Guð sé einsog vírus í huga mannsins. Dawkins nokkur í Oxford hefur m.a. haldið þessu fram. En ef við skoðum þessa fullyrðingu, sem er í dulargervi vísindalegrar framsetningar, kemur í ljós að engar vísbendingar eru til um tilvist slíkra vírusa. Það er með engu móti hægt að sýna fram að slíkt sé til og hvað þá rannsakanlegt með nokkurri aðferðafræði vísindamanna, hvorki sem agnir, örður eða efnaskipti. Trúin á að enginn guð sé til byggir þá á venjulegum forsendum átrúnaðar ef hún er sett fram með svona fullyrðingum.
Það minnir mig á mann einn sem sagðist vera "lútherskur trúleysingi". Það var ekki annað hægt en dást að slíkri lífsafstöðu og virða hana sem lífsskoðun hvað sem þetta þýddi í þessu átrúnaðarkerfi einstaklingsins.
http://www.skalholt.is/2008/04/21/alister-e-mcgrath-heimsaekir-skalholt/
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Bloggvinir
-
ragnargeir
-
baldurkr
-
orri
-
baenamaer
-
peyji
-
kristleifur
-
vonin
-
kjartanvido
-
jonvalurjensson
-
kitta
-
daystar
-
theld
-
alit
-
zeriaph
-
sigthora
-
arnisvanur
-
kex
-
eyjapeyji
-
lundi
-
bajo
-
gauisidda
-
gudni-is
-
enoch
-
icejedi
-
nkosi
-
gattin
-
einarhardarson
-
fhg
-
gebbo
-
helgigunnars
-
kht
-
credo
-
krist
-
kristinm
-
trumal
-
solvi70
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
tbs
-
thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Fólk mun verða vart við lögreglu
- Reynsluboltar ræða fyrirhuguð vindorkuver
- Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk
- Geta óskað eftir niðurgreiðslu bílastæðagjalda
- Mínútu þögn og gestir hvattir til að mæta í bleiku
- Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu
- Læknir verður ekki sóttur til saka
- Þjófanna enn leitað: Húsleitir skiluðu engu
Erlent
- Telur hertöku leiða til frekari hörmunga
- Tölvuþrjótar komust yfir gögn 850.000 manns
- Mótmæla ísraelskum fyrirtækjum á vopnamessu
- Samþykkir áætlun um að hertaka Gasaborg
- Barn hlaut alvarlega áverka í átökum
- Tugir manna létust í rútuslysi
- Reiddist heiftarlega við heimkomu
- Fleiri dæmi um gröfur í hraðbankastuldi
Athugasemdir
Nú er McGrath frægur fyrir að fara rangt með málflutning Dawkins, hefur þér dottið í hug að lesa sjálfur það sem Dawkins hefur skrifað?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:51
Ég feitletraði "einsog". Það heldur því nefnilega enginn fram að það séu einhverjir raunverulegir vírusar. Ekki taka þessu svona bókstaflega.
Hverjar eru "venjulegar forsendur átrúnaðar"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.9.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.