Áfram er krónan rægð og rökkuð niður

Vandi krónunnar er ekki í henni sjálfri, blessaðri, né heldur í sjálfstæði landsins. Vandinn er að fjármálamenn og stjórnmálamenn hafa keppst við að tala hana niður og rægja eigin gjaldmiðil svo jaðrar við landráð. Væri ekki nær að tala hana upp eins og færi er á samkvæmt almennu markaðslögmáli!

Það væri spennandi að sjá blaðamenn taka það vægðarlaust út hverjir hafa hag af því að rakka krónuna niður þótt það kosti Ísland næstum sjálfstæðið. Eru það pólitískir evrusinnar? Eru það ákveðnir atvinnuvegir? Er það ákveðin fjármálastarfsemi?

Vandinn endurspeglast í þeim aðstæðum sem Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og Ríkissjórn hafa staðið frammi fyrir en liggur grafinn í hlaðinu hjá þessari litlu þjóð. Vandinn liggur í stöðunni sem var komin upp í hinu markaðsvædda fjármálakerfi þjóðarinnar og afstöðu alls almennings, i.e. fjármálaskuldbindingum Íslendinga og fjárfestingum þeirra sem byggðu ekki á eignum og eigin atorku heldur á lánsfé, mestu að utan.

Mér sýnist fátt vera að breytast í afstöðu almennings. Hann ætlar bara að lengja í lánum, losa um sparnað og hrifsa til sín erlend lán í þessa hít. Það mun sennilega allt brenna upp í eldi verðtrygginganna.

 


mbl.is Krónunni verði leyft að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já því miður er pressan og eineltið á krónuna, að afsala sér sjálfstæðinu að stórum eða öllum hluta, annar gjaldmiðill sem og innganga í ESB er ekki lausnin - hef ávalt talið að ESB sé eins og risatór hola sem gleypir allt og fær aldrei nóg.

Fólk er almennt óttaslegið og hrætt, leita því á náðir hinns óþekkta sem er langt frá því að vera það sem við eigum að gera. Hvar er hin styrka hönd ?

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 10:07

2 identicon

Mér sýnist fátt vera að breytast í afstöðu almennings. Hann ætlar bara að lengja í lánum, losa um sparnað og hrifsa til sín erlend lán í þessa hít. Það mun sennilega allt brenna upp í eldi verðtrygginganna.

Já há!?  Er þetta afstaða almennings?   Margir hverjir að nota einu ráðin sem eru í boði til þess að halda æru og forða sér frá svörtum lista.   En að afstaðan sé sú að þetta sé í lagi.  Nei held ekki.

Þóra D (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Kristján Björnsson

Það er nú það sorglega í þessu öllu. Aðstaða alls almennings hefur gjörbreyst. En ef ég þekki fólkið rétt í þessu landi, er ég ekki alveg viss um að afstaða fólks hafi ennþá náð að breytast. Ætli það komi ekki bara í ljós þegar raunveruleikinn kemur betur í ljós og fleiri koma út úr spíttgír efnishyggjunnar. Það virðist vera sú vitunarvakning sem er í gangi á líðandi stundu og smátt og smátt að koma fram.

Kristján Björnsson, 19.11.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það sem þeir eru að tala um er að það eru nokkur hundruð milljarðar króna sem fara út úr landinu um leið og krónan verður látin fljóta.

Þess vegna er gjaldeyrir skammtaður, til þess að krónan falli ekki.  

Þeir vilja að krónan verði látin fljóta og í stað þess að Seðlabankinn grípi inn og noti gjaldeyrislánin til að kaupa krónur og koma í veg fyrir lækkun krónunnar(eða hrun) til skamms tíma þá eigi heldur að hafa peningana til vara.

 Ég sé mest í dag eftir því að ríkið hafi ekki brugðist við þegar krónan var orðin allt of sterk.  Það er jafn fáránlegt að geta keypt Evru fyrri 75 kall og fyrir 175 kall.

Lúðvík Júlíusson, 19.11.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39737

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband