Vekur spurningar um stöðu bændakirkjunnar

Þetta mál vekur furðu. Það vekur spurningar um stöðu bændakirkjunnar sem slíkrar og stöðu kirkjubóndans. Í raun ber að líta svo á að Möðruvallakirkja eigi jörðina og alla kosti hennar. Kirkjubóndi er þá skyldugur að láta kirkjuna njóta gæða jarðarinnar en ekki fara í hina áttina og hugsa til þess að sala á eignum kirkjunnar eigi að kosta byggingu og rekstur jarðarinnar. Í mínum huga vekur þetta spurningar um það hvort það hafi yfirleitt verið réttmætt í gegnum tíðina að kirkjur hafa verið slitnar frá kirkjujörð eða jörð slitin frá kirkjunni.

Ég er hræddur um að það þurfi ekki aðeins að svara þessu neitandi varðandi helgigripi Möðruvallakirkju, heldur verði að fara ofan í það hvernig skyldum kirkjubóndans er háttað gagnvart helgidómnum og eignum hans. Við gætum þurft að fara aftur í staðarmálin og samband kirkju og jarðar. Sennilega væri þó farsælast í þessari stöðu að farið yrði ofan í málefni og stöðu Möðruvallakirkju fram, sem slíkrar, vegna óvarlegrar framgöngu í málinu.

Manni kemur í hug ólögleg salan á altarisklæðinu frá Grenjaðarstað í Aðaldal forðum, klæði sem nú skipar heiðursess hinnar frönsku miðaldasögu í Luvre safninu í París vegna helgisögunnar af heilögum Marteini.

Nú heitir maður bara á Katrínu ráðherra að réttsýni hennar gangi eftir. Um skaðabætur er ekki að fást enda hefur enginn orðið fyrir skaða eða skakkaföllum.


mbl.is Ráðherra leggst gegn sölu bríkurinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvaða endemis rugl er þetta, ég þekki fjárbónda, kúabónda og nú kirkjubóndi , hvar endar þetta, selur hann og framleiðir kirkjurnar frystar eða hvað. eru allir orðnir bændur í dag ?

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Kristján Björnsson

Þetta er nú nokkuð gamalt orð um þann sem á kirkjuna á jörðinni sinni. Bændakirkjur eru flestar horfnar af því að kirkjur í bændaeigu hafa verið afhentar sóknunum. Kirkjubóndi hefur m.a. þær skyldur að halda guðshúsinu við og bæta kirkjuna.

Kristján Björnsson, 11.6.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 39669

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband