Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Hjónavígslur og goslokahátíđ framundan

Ţađ eru engar afbókanir í hjónavígslurnar í Eyjum 07.07.07. Ţetta Eyjafólk er svo ákveđiđ. Samt vćri enn hćgt ađ bćta viđ einni eđa tveimur. Enginn hefur enn pantađ besta tímann kl. 7.07, en eins víst ađ flestar vígslurnar hefjist ekki fyrr en sjö mínútur yfir heila tímann ef ég ţekki ţetta rétt af reynslunni. Á ćfingunum og í viđtölunum er ekki annađ ađ sjá og heyra en vćntanleg brúđhjón séu ákveđin í ţví ađ verđa alveg í sjöunda himni ţennan dag. Brúđkaupsveislu-söngvararnir eru meira ađ segja spenntir upp fyrir haus.

Svo er líka goslokahátíđ um helgina í Eyjum. Ég vona ađ sem flestir klári sig ekki alveg í brúđkaupsveislum fram á nótt en hafi kraftinn í sér ađ koma í heilsubótargöngu á sunnudagsmorgninum. Göngumessa hefst í Landakirkju kl. 11 árdegis, hún heldur áfram viđ krossinn viđ gíg Eldfells og lýkur í Stafkirkjunni međ bćn og blessun. Ţar á kirkjulóđinni viđ Skansinn ćtlar sóknarnefnd Ofanleitissóknar ađ bjóđa kirkju-göngu-fólkinu upp á súpu og brauđ. Ég held ađ ţađ sé ekki til neitt heilsusamlegra en Guđs orđ í útivist, gönguferđ og súpa - ađ ekki sé minnst á frábćrt samfélag Eyjamanna.

Vonandi koma sem flestir í göngumessuna ađ ţakka Guđi fyrir vernd og blessun í jarđeldunum fyrir 34 árum. Svo er messan líka samkirkjuleg (óháđ kirkjudeildum) međ ţátttöku Hvítasunnukirkjunnar og fólks úr ýmsum öđrum kirkjudeildum.


Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 38449

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband