Færsluflokkur: Ferðalög
26.7.2008 | 11:25
Að prósessera á sumarleyfi
Það er merkilegt hvað hvíldar- og endurnæringarferlið er mikilvægt fyrir allt sem við ætlum okkur í framtíðinni. Líka til að vinna úr því sem áunnist hefur. Einsog fyrir bóndann að horfa yfir heyin sem komin eru í hús. Nú er ég búinn að vera í sumarleyfi í júlí. Fyrstu dagarnir fóru í það að vinda ofan af og ljúka verkefnum. Svo var það letin í sólinni í Brekkuskógi og yndileg skírn fyrsta afa-barnsins. Láta eftir sér að vaska og bóna amerísku drossíuna. Einn og einn dagur sem gestur í Yzta Kletti hjá lundaveiðimönnunum þar. Góðir veiðifélagar og svolítið strit að rölta um stíga, hált stórþýfi og bera lundapokana og veiðigræjurnar. Ótrúlegt að finna að enn eru vöðvar um allan kropp að vakna til lífsins með tilheyrandi verkjum og vellíðan. No pain - no gain, einsog sagt er í ræktinni. Þetta er bara meira, en auk þess stórkostlegt útsýni yfir haf og yfir jökla og fjöll og fell og eyjar. Aragrúi fugla í loftinu. Ótal þúsundir lunda í brekkum og svartur sjór af fugli á vaggandi öldum í æti. Háhyrningar og krökkt af síli. Iðandi lífríki fiskjarins í hafi.
Núna fyrst er ég að ná að trappa mig niður. Einn mikilvægur þáttur í því var erindislaus vikudvöl í Reykjavík. Krefjandi að slaka á inní miðju stressinu og í sama umhverfi og stór hluti vinnu minnar á sér stað með fundarhöldum og stjórnun í kirkjunni. Féll nokkrum sinnum og bæði hringdi og kom við á Biskupsstofu. Smá fráhvarfseinkenni. Mjög spennandi barátta við sjálfan mig. Stundum næstum pirraður. Þurfti meira að segja að ná mér niður og taka þátt í Skálholtshátíðinni án þess að vera að gera eitthvað sjálfur. Bara njóta og láta byggja sig upp.
Mér hefur verið bent á að mig skorti meiri hæfileika til að setjast niður og njóta afraksturs af allri þjónustunni. Nú er þetta einmitt að gerast. Jaðrar við titring í skrokknum og hrísl um sálarlífið. Besta endurnæringin er að skapa sér næði til að pósessera á þessar tilfinningar. Nú er ég allt í einu farinn finna hvernig ég horfi sannarlega með tillhlökkun til þess að taka af endurnýjuðum krafti á verkefnum sem ég veit að munu bíða síðsumars og í haust.
Með þeim orðum er best að rölta aðeins úti í garð á prestsetrinu og slá blettinn, tæta upp illgresið. Kannski að klippa runna. Rækta garðinn sinn. Þið fyrirgefið þetta hringsól um sjálfan mig.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 15:39
Hjónavígslur og goslokahátíð framundan
Það eru engar afbókanir í hjónavígslurnar í Eyjum 07.07.07. Þetta Eyjafólk er svo ákveðið. Samt væri enn hægt að bæta við einni eða tveimur. Enginn hefur enn pantað besta tímann kl. 7.07, en eins víst að flestar vígslurnar hefjist ekki fyrr en sjö mínútur yfir heila tímann ef ég þekki þetta rétt af reynslunni. Á æfingunum og í viðtölunum er ekki annað að sjá og heyra en væntanleg brúðhjón séu ákveðin í því að verða alveg í sjöunda himni þennan dag. Brúðkaupsveislu-söngvararnir eru meira að segja spenntir upp fyrir haus.
Svo er líka goslokahátíð um helgina í Eyjum. Ég vona að sem flestir klári sig ekki alveg í brúðkaupsveislum fram á nótt en hafi kraftinn í sér að koma í heilsubótargöngu á sunnudagsmorgninum. Göngumessa hefst í Landakirkju kl. 11 árdegis, hún heldur áfram við krossinn við gíg Eldfells og lýkur í Stafkirkjunni með bæn og blessun. Þar á kirkjulóðinni við Skansinn ætlar sóknarnefnd Ofanleitissóknar að bjóða kirkju-göngu-fólkinu upp á súpu og brauð. Ég held að það sé ekki til neitt heilsusamlegra en Guðs orð í útivist, gönguferð og súpa - að ekki sé minnst á frábært samfélag Eyjamanna.
Vonandi koma sem flestir í göngumessuna að þakka Guði fyrir vernd og blessun í jarðeldunum fyrir 34 árum. Svo er messan líka samkirkjuleg (óháð kirkjudeildum) með þátttöku Hvítasunnukirkjunnar og fólks úr ýmsum öðrum kirkjudeildum.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 14:09
Margt að gerast í Póllandi
Var í tvær vikur á ferð um Pólland í ferð Kiwanismanna á Evrópuþingi í Sopot/Gdansk. Það er ótrúlega merkilegt að ferðast þar um í fallegu landi, landi sem stóð undir mínum björtustu væntingum. Glæsibragur á því sem glæsilegt á að vera; sögulega menningarlegt þar sem merkisviðburðir sögunnar hafa gerst; ævintýralegt þar sem ferðamenn eru boðnir velkomnir.
Mæli með ferðalögum um Pólland til að vinna upp nýja ímynd þessa söguríka lands í hjarta Evrópu í hugum okkar Íslendinga. Gildi Póllands í sögu Evrópu og í kirkjusögunni er líka miðlægt og merkilegt var að heyra ávarp Lech Walesa við setningu Evrópuþingsins. Ég held að við ættum að hætta að þykjast vera eitthvað gagnvart Pólverjum hér heima. Og eftir Auswitch-Birkenau ættum við líka að hætta algörlega að lyfta undir þjóðarrembing og þjóðernishyggju sem stöðugt hefur verið að skjóta upp kollinum í Evrópu allt frá seinustu áratugum 19. aldar - síðast á Alþingi Íslendinga í vetur sem leið.
Það er margt að gerast í Póllandi og margt um að vera fyrir ferðalanginn, en ég mæli sérstaklega með gömlu miðborginni í Kraká, ferð í saltnámur Kraká og dvöl í Tatrafjallabænum Zakophane - að ekki sé talað um gönguferðir um sjálf Tatrafjöllin og við vötnin blá. Og ekki sleppa góðri kirkjuferð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar