6.10.2010 | 11:50
Full ástæða til að hafa áhyggjur
Þrátt fyrir mikla eðlislæga bjartsýni mína leggst þetta haust illa í mig vegna stöðu heimilanna. Það hefur verið nokkuð linnulaus barátta að hjálpa þeim sem farið hafa illa út úr fjármálakreppunni og margir hafa tekið höndum saman svo enginn líði algjöran skort. Áfram er staða öryrkja, atvinnulausra og eftirlaunafólks sú versta sem við höfum séð í áratugi. Og hún mun ekki lagast í heilt ár í viðbót.
Það berast mjög alvarlegar fréttir nær daglega sem staðfesta þann grun að nú fyrst er versti veturinn rétt að hefjast. Það er stundum verst þegar ferðalangar fá á sig illviðri ef þeir eru hraktir fyrir. Hjá mörgum hefur verið gengið á varasjóði og uppgjör hefur verið látið bíða. Margur vandinn er enn til staðar og hefur jafnvel versnað af því að honum hefur verið þokað áfram aðgerðalítið í tvö ár í von um úrlausn. Atvinnuleysi er greinilega að fara í aukanna með einum mesta niðurskurði og uppsögnum starfsmanna ýmissa stofnanna. Boðað er að ekki verði framhald á greiðsluúrræðum og frystingu lána og mikil vonbrigði hafa brotist fram vegna úrskurða um ólöglegu gengislánin. Núna á næstu dögum og vikum fer uppreikningur ólöglegu lánanna að gerast frá fjármögnunarfyrirtækjunum án nokkurra skaðabóta fyrir lántakendur.
Innanlandsaðstoð hjálparstarfssins er þanin til hins ítrasta og samt er boðað að örorkubætur og lífeyrir hækki ekki um krónu á næsta ári. Sveitarfélög hafa á móti "lofað" að þeirra aðstoð verði ekki aukin með breytingum á viðmiðunarmörkum framfærslu. Það eru mikil vonbrigði fyrir þá sem eru næstum komnir á mánaðarlega framfærslu hjálparstarfs kirkjunnar og annarra líknarsamtaka.
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur þó ég hvetji til þess að við æðrumst ekki. Það lagar ekki ástandið að missa sjálfsstjórnina. En þótt áhyggjurnar lagi ekki neitt sem slíkar, er óskandi að birtingarmyndir af áhyggjum almennings geti nú þegar orðið til þess að efla ráðamenn til dáða á erfiðum tímum svo ekki fari allt á versta veg í vetur.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
-
ragnargeir
-
baldurkr
-
orri
-
baenamaer
-
peyji
-
kristleifur
-
vonin
-
kjartanvido
-
jonvalurjensson
-
kitta
-
daystar
-
theld
-
alit
-
zeriaph
-
sigthora
-
arnisvanur
-
kex
-
eyjapeyji
-
lundi
-
bajo
-
gauisidda
-
gudni-is
-
enoch
-
icejedi
-
nkosi
-
gattin
-
einarhardarson
-
fhg
-
gebbo
-
helgigunnars
-
kht
-
credo
-
krist
-
kristinm
-
trumal
-
solvi70
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
tbs
-
thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Hundur Magnúsar fórst einnig í slysinu
- Biðtími á Landspítala: Þetta er óásættanlegt
- Kjörís segir upp leigusamningi framtíðin óviss
- Gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga ábótavant
- Verður Íslandsmetið slegið?
- Hvalfjarðargöngin lokuð vegna bilaðs bíls
- Keyrði á staur í Skeifunni
- Samfylkingin sterkust í öllum kjördæmum landsins
Erlent
- Stunguárás við verslunarmiðstöð í Finnlandi
- Pentagon til Svíþjóðar
- Gert að rýma heimili sín vegna gróðurelda á Krít
- Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu
- Fjórir látnir og tuga saknað eftir að ferja sökk við Balí
- Heitir því að útrýma Hamas
- Sautján ára drengur látinn á Hróarskeldu
- Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald
Fólk
- Vonar að Íslandsvinurinn verði náðaður
- Orlando Bloom einmana eftir sambandsslitin
- Ósátt við að Combs var sýknaður af ákæru um mansal
- Timothée og Kylie taka sambandið á næsta stig
- Naflastrengir vefja sig um verkin
- Svo kemur bara í ljós að fólk er yndislegt
- Myndir: Norah Jones heillaði gesti í Eldborg
- Klámiðnaðurinn syrgir Kylie Page
Íþróttir
- Bikarinn kemur til Íslands
- Belgía - Ítalía, staðan er 0:0
- Öflugur liðsstyrkur til Lakers
- Fylla í skarð Danans
- Fékk tveggja leikja bann
- Arnór kominn með nýtt starf í Svíþjóð
- Sigur hjá stelpunum
- Nýliðarnir framlengja við tvo efnilega
- Fótboltinn verður aldrei sá sami
- Snorri Steinn ræddi við egypskt félag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.