17.4.2012 | 11:13
Kirkjan er konungdæmi og kóngurinn er Kristur
Umræða um lýðræði innan kirkjunnar hefur staðið lengi. Nýjasta dæmi um aukið lýðræði innan kirkjunnar er veruleg fjölgun kjörmanna við biskupskjör. Það er þó þannig lýðræði sem venjulega kallast fulltrúalýðræði. En í umræðu um lýðræði á kirkjuþingi fyrir nokkrum áratugum átti Björn Magnússon, prófessor, þessi fleygu orð: "kirkjan er konungdæmi og kóngurinn er Kristur." Töldu margir að með þessu vildi hann draga markalínu fyrir kröfuna um lýðræði þannig að ekki yrði farið í almennar kosningar með kenningarleg efni. Í þeim efnum taldi hann lýðræði ekki eiga við í kirkjunni. Það er spurning hvernig Þjóðkirkjunni gengur að vera konungdæmi Krists í lýðræðisríki sóknarbarnanna.
Þetta sýnir hinn margbrotna veruleika kirkjunnar. Í sumum efnum er hún hin heilaga almenna kirkja, söfnuður Guðs barna. Í öðrum efnum er hún stofnun sem byggist upp á eðlilegri stjórnsýslu á hverjum tíma.
Í kosningum til kirkjuþings og kirkjuráðs og í öllum öðrum kosningum til umsýslustarfa þarf að efla lýðræðislegar aðferðir. Einn veikasti hlekkur stjórnsýslunnar innan Þjóðkirkjunnar er kosning til kirkjuþings enda sýna dæmin að það getur dugað til setu á kirkjuþing að hafa innan við tíu atkvæði á bak við sig. Þá verður kosning til sóknarnefndar að teljast mun almennari. Nú kjósa fleiri fulltrúar til biskupsembætta en var en kosningin er þó ekki almenn. Kjörmenn eru enn fulltrúar alls safnaðarins.
Ég tel nauðsynlegt að auka kosningarétt til allra starfa í stjórnsýslu Þjóðkirkjunnar. Jafn nauðsynlegt er að allir þeir sem gegna forystu leggi sér á hjarta að þeir starfa í konungsríki Jesú Krists og skulu vinna í samræmi við fagnaðarerindi hans að réttlæti, friði og virðingu fyrir manngildinu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
-
ragnargeir
-
baldurkr
-
orri
-
baenamaer
-
peyji
-
kristleifur
-
vonin
-
kjartanvido
-
jonvalurjensson
-
kitta
-
daystar
-
theld
-
alit
-
zeriaph
-
sigthora
-
arnisvanur
-
kex
-
eyjapeyji
-
lundi
-
bajo
-
gauisidda
-
gudni-is
-
enoch
-
icejedi
-
nkosi
-
gattin
-
einarhardarson
-
fhg
-
gebbo
-
helgigunnars
-
kht
-
credo
-
krist
-
kristinm
-
trumal
-
solvi70
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
tbs
-
thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.