Sumrinu heilsað með kaffihúsamessu í Grafarvogskirkju

Það stendur heldur betur mikið til hjá Kaffihúsakór Landakirkju sumardaginn fyrsta. Nú kemur þessi kór, sem hefur verið að æfa og syngja gospel og trúarlega söngva í vetur undir stjórn Óskars Sigurðssonar, og syngur heila kaffihúsamessu í Grafarvogskirkju í Reykjavík.

Margir koma að messunni

Messan verður niðri í safnaðarheimili Grafarvogskirkju kl. 16.00 þann 19. apríl. Söngurinn verður örugglega góður og enginn svikinn af því. Við prestarnir í Landakirkju og prestar Grafarvogskirkju komum til með að leiða stundina með prédikun orðsins, bæn og blessun. Æskulýðsfulltrúar og fleiri koma að lestri og skipulagi og hægt verður að fá sér kaffi og kleinur á vægu verði, en aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Hugmyndin að kaffihúsakór 

Hugmyndin að kaffihúsakór fæddist í Landakirkju fyrir nokkrum árum þegar tónlistarfólk undir forystu Ósvaldar Freys Guðjónssonar og prestar kirkjunnar vildu freista þess að brjóta upp hnakkasamfélagið. Það gerum við með því að skapa notalega stemningu við guðsþjónustu í safnaðarsal kirkjunnar. Við sköpum umgjörð kaffihúss með því að fólkið situr við borð og kertaljós, slakar á og fær sér kaffi og með því á meðan stundin líður við söng og lifandi Orð Guðs. Prédikun prestanna hefur oftar en ekki verið samtalsprédikun eða samtal prestsins við söfnuðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband