Okurvextir í útlánum viðskiptabankanna - 1. maí

Alveg er það ótrúlegt hvað viðskiptabankarnir komast upp með mikið vaxtaokur í útlánum. Ofaná fullkomna og skothelda verðtryggingu bæta þeir vöxtum sem ættu að vera bannaðir í landinu. Það eru vextir sem ættu að þykja nokkuð góðir á óverðtryggð lán. Hin gamla lögmálsbók heilagrar Ritningar leggur bann við því að taka umfram álag á útlánin. Það hlýtur því að vera ókristilegt athæfi í landinu okkar.

Útlánsvextir sem eru nærri því tvöföld prósentutala verðbólgu ættu að duga til að taka megi áhættu við óverðtryggð lán. En að taka fulla verðtryggingu og svo tvöfalda prósentutölu verðbólgunnar ofaná verðtrygginguna er hreint rán. Í 4% verðbólgu ættu hámarksvextir ofaná verðtryggingu ekki að vera hærri en 4% lögum samkvæmt. Með breytilegum vöxtum mætti ef til vill miða við tvöfalda verðbólgu, en ekki þrefalda eins og í dag. Það er ekki glóra fyrir okkur viðskiptavini viðskiptabankanna að taka þátt í þessari útlánastefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er alveg magnað og greinilegt að það er engin samkeppni á íslenska bankamarkaðnum.  Þar fyrir utan að þeir græða milljarða á milljarða ofan heldur virðist þjónustustigið þeirra hafa hrapað undanfarið.  Finn það í vinnunni minni. 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Linda

Já þetta er ljótt að heyra, maður er búin að fá ógeð á þessum bönkum og peninga braskinu. 

Linda, 30.4.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband