4.7.2007 | 15:39
Hjónavígslur og goslokahátíð framundan
Það eru engar afbókanir í hjónavígslurnar í Eyjum 07.07.07. Þetta Eyjafólk er svo ákveðið. Samt væri enn hægt að bæta við einni eða tveimur. Enginn hefur enn pantað besta tímann kl. 7.07, en eins víst að flestar vígslurnar hefjist ekki fyrr en sjö mínútur yfir heila tímann ef ég þekki þetta rétt af reynslunni. Á æfingunum og í viðtölunum er ekki annað að sjá og heyra en væntanleg brúðhjón séu ákveðin í því að verða alveg í sjöunda himni þennan dag. Brúðkaupsveislu-söngvararnir eru meira að segja spenntir upp fyrir haus.
Svo er líka goslokahátíð um helgina í Eyjum. Ég vona að sem flestir klári sig ekki alveg í brúðkaupsveislum fram á nótt en hafi kraftinn í sér að koma í heilsubótargöngu á sunnudagsmorgninum. Göngumessa hefst í Landakirkju kl. 11 árdegis, hún heldur áfram við krossinn við gíg Eldfells og lýkur í Stafkirkjunni með bæn og blessun. Þar á kirkjulóðinni við Skansinn ætlar sóknarnefnd Ofanleitissóknar að bjóða kirkju-göngu-fólkinu upp á súpu og brauð. Ég held að það sé ekki til neitt heilsusamlegra en Guðs orð í útivist, gönguferð og súpa - að ekki sé minnst á frábært samfélag Eyjamanna.
Vonandi koma sem flestir í göngumessuna að þakka Guði fyrir vernd og blessun í jarðeldunum fyrir 34 árum. Svo er messan líka samkirkjuleg (óháð kirkjudeildum) með þátttöku Hvítasunnukirkjunnar og fólks úr ýmsum öðrum kirkjudeildum.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.