Misnotkun trúarbragða að bera þau fyrir sig í stríði

Mikið vildi ég óska þess að við gætum notað 380 ára minningu um "tyrkjaránið" í Vestmannaeyjum til að lagfæra hugtakanotkun okkar. Við ættum að nota þetta tilefni til að leita fyrirgefningar og sáttargjörðar með okkur sjálfum.

Það er alveg ótrúlegt hvað trúarbrögð og þjóðerni hafa verið misnotuð í þá átt að kljúfa niður og stía í sundur og til að skera úr um hollustu við baráttu stjórnmálahópa. Það eru til ótal dæmi um þessa misnotkun. Sem betur fer eru þó til enn fleiri dæmi um það hvernig fólki af ólíku þjóðerni og ólíkri trú hefur tekist að lifa saman í friði - einmitt með því að virða það hvernig náunginn hugsar og hvaða gildi eru æðst í hans lífi. Og þar er trú hans og siður ofarlega á blaði. Ég skil ekki hvernig hægt er að komast hjá því að mæta honum sem trúuðum einstaklingi, ef ég þykist ætla á annað borð að átta mig á honum eða setja mig í hans spor.

Í stað þess að tala um tyrkjaránið ættum við að tala um strandhögg sjóræningjanna eða mannránin í Vestmannaeyjum 1627. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum það vel að mannránin höfðu eiginlega ekkert með Tyrki að gera.

Og við ættum skilyrðislaust að hætta að tala um Barbaríið. Bar bar er einfaldlega úr grísku og síðan notað af Rómverjum og ótal þjóðum síðan. Bar bar þýðir bla bla. Það eru þeir sem babla eitthvert óskiljanlegt mál. Yfirfærð þýðing á barbari er þá sá sem talar skrítið mál sem við eigum erfitt með að skilja af því að það er svo ólíkt ríkjandi tungumáli. Barbari er hugtak sem felur í sér aðskilnað. Við og hinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Björnsson

Það er einmitt jihad sem er misnotkun trúarbragðanna. Og við eigum sögu um heilagt stríð í mörgum trúarbrögðum. Líka í sögu kristinna manna og Gyðinga því miður. Merkilegt er að fylgjast með hæstaréttardómum í Egyptalandi um þessar mundir þar sem dómarnir eru hliðhollir trúfrelsi kristinna manna. Auðvitað er troðið á trúfrelsi víða í heiminum ekki síður en frelsi almennt. En það ætti ekki að líðast. Fordómar og flokkanir eftir trúarbrögðum eru ekki líkleg tæki til að breyta slíkum vihorfum heldur skilningur og þekking á trú þess sem við viljum hafa áhrif á.

Kristján Björnsson, 10.7.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Linda

Ég er enmitt nýbúin að var þýða frétt um málið í Egyptalandi. Þá frétt er hægt að finna á www.vonin.blog.is  

Linda, 10.7.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Þakka þér fyrir þessi orð Kristján. Ég hef einmitt ætlað mér að koma til Vestmannaeyja og skoða sýninguna sem ef ég skil rétt er helguð ,,Tyrkjaráni". Ég geri hins vegar þá kröfu til safns að það veiti innsýn í mál frá fleiri en einu sjónarhorni. Það er allt í lagi að segja frá því að málnotkunarhefðin sé sú að tala um Tyrkjarán en útskýra þá líka að hér var um glæp að ræða.

Skúli ég held að þú ættir að fara þér hægt í fullyrðingum þínum nema þú viljir að við sjáum til dæmis í fréttum eftir næstu verlsunarmannahelgi eftirfarandi yfirskrift: Kristinn karlmaður nauðgaði konu! Afbrot eru afbrot og það þarf ekki alltaf að hengja þau við þann trúarheim sem viðkomandi hefur alist upp í. 

Pétur Björgvin, 12.7.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Pétur Björgvin

Sæll Skúli. Í minni Biblíu er lika gamla testamentið, væntanlega í þinni líka og þar er nú ekki alltaf friðelskandi texti.

Þá finnst mér ótrúlegt að þú skulir halda því svona blákalt fram hvað séu grundvallaratriði í Íslam. Hvað gefur þér rétt til þess að tala svona?  

Pétur Björgvin, 19.7.2007 kl. 14:23

5 Smámynd: Kristján Björnsson

Ég lennti í debatt út af þessu efni hér í Eyjum þar sem eitt og annað var fullyrt um Jihad. Í mínum huga er þetta hugtak ofnotað á okkar tímum. Það virðist stundum notað um hvaða átök sem eru, hvaða stríð, árás eða hryðjuverk sem unnið er. Ég segi ekki að það sé af vanþekkingu heldur er ég meira hugsi yfir því hvort þetta sé ekki bara della sem hver etur eftir öðrum. Segi máske meira um örvinglan eða vonda stöðu. Það er útilokað að það felist í múhameðstrú að það verði að iðka stríð við allt og alla. Orsakirnar hljóta að liggja í öðrum aðstæðum sem mótað hafa samfélög og hópa Islam.

Kristján Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:56

6 Smámynd: Kristján Björnsson

Gamla testamenntið er annað rit fyrir Kristna menn en Gyðinga af því að við lesum það í ljósi þess nýja. Við lesum það gamla í ljósi upprisu Krists og ekki öðru vísi.

Það er á vissan hátt rétt hjá þér Skúli að það verður aldrei nein málamiðlun milli sekúliseraðrar gyðing-krisinnar vestrænnar menningar og guðmiðlægrar veraldarríkishugmynda Íslamskra ætternissinna.

Það er svo margt sem skilur að svo við verðum að leggja áherslu á frið og sáttargjörð.

Kristján Björnsson, 20.7.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband