Frá ráni, dauða og þrælasölu til sáttargjörðar og frelsis

Þessi hrikalega fyrirsögn er samhljóða erindi inná www.landakirkja.is sem ég flutti í dagskrá til minningar um mannránin í Vestmannaeyjum árið 1627. Þetta mannrán er betur þekkt sem "tyrkjaránið". Erindið er í heild sinni á vef Landakirkju undir liðnum Ræður, Greinar og Prédikanir, en á forsíðunni eru einnig fréttir af þessari dagskrá sem minnir á þann atburð sem markaði hvað dýpstu spor í sögu Vestmannaeyja og nokkurra staða á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er frábært og mikið unnið erindi hjá þér.  Vonandi hef ég tíma seinna til þess að lesa það betur og "gagnrýna" það.  BKV:  B

Baldur Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í erindinu segirðu "Þeir hafa átt það sammerkt að afbaka hið biblíulega heilaga stríð. Það var ófrávíkjanlega einskorðað við varnir landanna gegn innrásarliði og háð því að Guð væri með í verki á einhvern áþreyfanlegan hátt eða að Guð hefði sýnilegan áhuga á því að verja líf fólksins eða landið þeirra."

Hefur sírann ekki lesið Jósúabók? Eða var þar ekki um "heilagt stríð"
að ræða?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.7.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Kristján Björnsson

Jú, jú Jósúa hef ég lesið vel. Það er ekki að sjá að það geti flokkast undir heilagt stríð. Guð er einfaldlega að gefa þessu fólki sínu tiltekið land samkvæmt því sem hann hét þeim. Hann er að sanna fyrir þeim að hann hefur líf þeirra í hendi sér og Hebrearnir eiga að fylgja Guði sínum.

Það er eiginlega ekki heldur nein innrás því engar heimildir eða minjar styðja þá ýktu frásögn að þeir hafi farið með vopnagný inn í landið. Leitt að skemma mýtuna en það eru engar minjar um fall múranna í Jeríkó á þessum tíma. Sögulega bendir flest til að Hebrearnir hafi einfaldlega sest að í þessu landi eins og títt var um hirðingja en frásögnin er mun yngri eins og þú veist ef til vill og verður að skoðast í samhengi fimmbókaritanna í útgáfunni frá því um herleiðinguna á 6. öld fyrir Krist.

En svona til fróðleiks út frá fullyrðingunni minni má ég til að benda þér á að Jósúa er uppi æði löngu fyrir Davíð og Golíat. Ég tók þetta dæmi af Davíð af því að í honum er þetta svo augljóst, að hann hefst upp af velþóknun Drottins með kjarki og þrótti gegn Fílisteum. En á konungstíð sinni gerist hann síðan líkur öðrum veraldlegum kóngum er hann leggst í landvinningastríðin sín.

Ég ætti ef til vill að ganga lengra og segja að Davíð hafi fundið það upp að afbaka heilagt stríð.

Meira seinna.

Kristján Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:43

4 Smámynd: Kristján Björnsson

Takk fyrir hrósið, sr. Baldur. Ég á enn mikið inni í þessum málum, eins og sagt er um markaðinn. Njóttu vel. Vona að þetta veki góð viðbrögð eins og ég fékk að heyra strax þegar ég flutti erindið hér í Eyjum.

Kristján Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:48

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Það er eiginlega ekki heldur nein innrás því engar heimildir eða minjar styðja þá ýktu frásögn að þeir hafi farið með vopnagný inn í landið."

Þarna áttu líklega við "engar heimildir, fyrir utan biblíuna". En það að það hafi ekki átt sér stað nein raunveruleg innrás skiptir engu máli, því í erindinu ertu að ræða um "hið biblíulega heilaga stríð", sem sagt þá mynd sem biblían dregur upp af heilögu stríði.
Og biblían lýsir innrásinni í Kanaan sem raunverulegum atburði.

"Það er ekki að sjá að það geti flokkast undir heilagt stríð. Guð er einfaldlega að gefa þessu fólki sínu tiltekið land samkvæmt því sem hann hét þeim. Hann er að sanna fyrir þeim að hann hefur líf þeirra í hendi sér og Hebrearnir eiga að fylgja Guði sínum."

Hann "gefur þessu fólki" land sem var þegar byggt. Hvað ætlaði guð að gera við þetta fólk sem var 
þegar til staðar annað en að láta innrásaraðilana slátra þeim?

Ef innrásin sem lýst er í Jósúabók er ekki landvinningastríð, þá er ekki
til neitt sem kallast getur landvinningastríð.

Það er varla hægt að neita því að um stríð sé að ræða.

Þá er bara eftir spurningin um hvort þetta sé heilagt stríð. Höfundur
Jósúabókar var varla í neinum vafa um það. Varla mótmælirðu því?

Þannig að hvort var innrásni ekki heilög eða ekki stríð að þínu mati?


Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.7.2007 kl. 18:16

6 Smámynd: Kristján Björnsson

Gaman að sjá hvað þú ert biblíufastur og bókstafstrúar. Til að byrja með var ég ekki að tala um stríð eða frið fyrir Davíð. En það er ég líka búinn að skýra hérna betur.

Tímabil Jósúa er flóknara en svo að þú getir einu sinni talað um höfund Jósúabókar. Landnám Hebrea er í þessari helgu bók lýsing á því hvernig Guð tekur ákvörðun og framfylgir henni. Mannskapurinn skiptir afar litlu máli. Á vissum tímapunkti eru Hebrear hvattir til að helga sig og síðan eru þeir leiddir af Guði sjálfum og hans vopnað engli inn landið og að múrum Jeríkó. Myndefnið er ríkt og bókin skipar hér veglegan sess ekki síst í myndlist og ljóðlist allar götur síðan í helgihaldi og trúarlífi.

Jósúabók er þó fyrst og fremst bókin um það hvernig Landið helga skiptist á milli ættkvísla niðja Abrahams eftir að þeir höfðu verið leystir úr þrælahúsi Egyptalands og eftir gönguna í óbyggðunum og eftir að Guð hafði leitt þá inn í það land. Hún brúar skilning okkar á því sem gerist á milli Mósebókanna og Dómarabókanna.

Ef þú ert á höttunum eftir heilögu stríði og landvarnarstríði er best að leita fanga í Dómarabókunum. Þar er þetta fyrirbæri skýrast þegar Drottinn vekur upp foringja meðal lýðsins til að leiða þessar varnir. Það virðist sem honum sé það kappsmál að lýðurinn hans haldi landinu sem hann gaf þeim fyrirhafnarlaust - án verðskuldunar. Sagan af Debóru er eitt flottasta dæmið um þetta enda þar að finna einn af elstu köflum Biblíunnar, Lofsöng Debóru (Dóm. 5).

Vona ég svo að þú skoðir að hve miklu leiti þú ert að leita í gömlum frásögum og helgisögum að fyrirbæri úr samtíma okkar, þ.e. þessu hörmulega afbakaða jíhad líðandi stundar, sem á sér alls ekki trausta skírskotun í heilög rit, Guðs orð eða nokkuð það sem heilagt er.

Göngum svo fram í ljósi Guðs: með friði!

Kristján Björnsson, 20.7.2007 kl. 14:58

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Gaman að sjá hvað þú ert biblíufastur og bókstafstrúar. "

Hvaða merkingu leggurðu þarna í orðið "bókstafstrúar"? Þetta afar undarlegt í ljósi þess að ég tel biblíuna vera mjög skeikula bók sem hefur ekkert kennivald.

"Til að byrja með var ég ekki að tala um stríð eða frið fyrir Davíð. En það er ég líka búinn að skýra hérna betur."

Þegar þú talaðir um "biblíulega heilaga stríð", varstu þá sem 
sagt bara að tala um hluta biblíunnar, en ekki til dæmis Jósúabók?

Ég á afar erfitt með að sjá hvernig næstu tvær efnisgreinar hjá þér eigi að hrekja það að um heilagt stríð sé að ræða.

"Ef þú ert á höttunum eftir heilögu stríði og landvarnarstríði er best að leita fanga í Dómarabókunum."

Hvers vegna er ekki hægt að sjá heilagt stríð í Jósúabók?

"Vona ég svo að þú skoðir að hve miklu leiti þú ert að leita í gömlum frásögum og helgisögum að fyrirbæri úr samtíma okkar, þ.e. þessu hörmulega afbakaða jíhad líðandi stundar, sem á sér alls ekki trausta skírskotun í heilög rit, Guðs orð eða nokkuð það sem heilagt er."

Í Jósúabók er klárlega dæmi um að guð styðji árásarstríð, landvinningarstríð. Þannig að það er hreinlega rangt að þannig stríð eigi sér ekki trausta skírskotun í biblíunni.

Ef við kíkjum á Jósúabók, þá er augljóslega um heilagt stríð að ræða:

Jósúabók 8:1
Drottinn sagði við Jósúa: ,,Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast. Tak með þér allt herliðið, og tak þig upp og far til Aí. Sjá, ég mun gefa konunginn í Aí, fólk hans, borg og land í þínar hendur."

Guð fyrirskipar þarna Jósúaað hertaka Aí og land þeirra.
Það að "mannskapurinn skipti afar litlu máli" breytir þessum
staðreyndum ekki.

Er þetta ekki lýsing á heilögu stríði?

Jósúabók 10:40-41
Þannig braut Jósúa undir sig landið allt: fjalllendið, suðurlandið, láglendið og hlíðarnar _, og hann felldi alla konunga þeirra, svo að enginn komst undan, og bannfærði allt, sem lífsanda dró, eins og Drottinn, Ísraels Guð, hafði boðið honum. Og Jósúa lagði undir sig land allt frá Kades Barnea til Gasa og allt Gósenland til Gíbeon.Og alla þessa konunga og land þeirra vann Jósúa í einu, því að Drottinn, Ísraels Guð, barðist fyrir Ísrael.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.7.2007 kl. 16:13

8 identicon

Afsakið afskiptasemina en ég vil benda á rit Joels spámanns í þessu samband en þar er beinum orðum talað um heilagt stríð (Joel 3:14): "hrópa þetta til heiðingjanna, útbúið ykkur til heilags stríðs, kallið á hetjurnar, látið alla hermenn yðar stíga fram og halda af stað" (þýðing eftir hendinni).

Reyndar minnir mig að Kristján hafi haldið þessum fram í sínu erindi, þ.e. gagnrýnt allt tal um heilagt stríð sama hverjir hvettu til þess. Svo þar er ekki að finna helstu ástæðuna til að gagnrýna hann.

Þegar hann hins vegar tala um að "öfgafullir islamistar" hati Bandaríkjamenn þá er ástæða til að hreyfa mótbárum. Þessi frasi, "öfgafullir islamistar" er nefnilega notaður til að réttlæta yfirstandandi fjöldamorð á íbúum hins islamska heims.

Því verður hlutleysi Kristjáns ekki trúverðugt þegar hann notar hugtak sem þetta. Það eru nefnilega miklu fleiri en öfgafullir islamistar sem hata Bandaríkin og allt sem þau standa fyrir. Næstum öll Austurlönd hata USA núorðið, og allt það sem Bandaríkin standa fyrir.

Þetta hatur beinist einnig að vestrænum gildum almennt, ekki síst kristnum dómi. Framferði Kanans, Breta og fleiri þar eystra, ekki síst Norðurlandaþjóðanna, bitnar því á öllum þeim sem kristnir vilja telja sig - og ættu því að fordæmast af öllum þeim sem ekki er sama.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband