20.7.2007 | 09:56
Skipun í embætti, ekki ráðning
Þótt það virðist smásmuguleg athugasemd er þó mikill munur á því að vera skipaður í embætti eða ráðinn í starf eins og hér er ranglega farið með í fréttinni. Það rétta er að prestar og sóknarprestar eru skipaðir í embætti til þjónustu við söfnuðina. Fram til 1. desember á þessu ári skipar kirkjumálaráðherra sóknarpresta en biskup presta. Eftir þann tíma skipar biskup Íslands bæði sóknarpresta og presta og er það yfirleitt til fimm ára í senn. Ef um styttri tíma er að ræða eru prestar oftast settir í embætti. Þessi breyting er til marks um aukið sjálfstæði Þjóðkirkjunnar í innri málum, en það er þó önnur og meiri umræða.
Í þessum málum snýst þetta um hvort embættið skuli auglýst fyrir lok fimm ára skipunartíma eða hvort presturinn verði skipaður til næstu fimm ára án auglýsingar. Áður en þessi regla kom til voru prestar oftast skipaðir ótímabundið en það var í daglegu tali kallað æviráðning. Til samanburðar má geta þess að í starfsmannalögum ríkisstarfsmanna er að finna hliðstæð ákvæði um að embættismanni skuli tilkynnt hálfu ári áður en skipunartíminn rennur út hvort embættið verði auglýst. Annars getur hann vænst þess að vera skipaður aftur til næstu fimm ára.
Svo má líka geta þess að sóknarnefndir ráða ekki presta né gera við þá ráðningarsamninga heldur gegnir hann embættinu upp á ábyrgð þess sem skipar hann og samkvæmt vígsluheiti sínu. Prestur verður því hvorki ráðinn né rekinn. Sóknarbörnin hafa hins vegar mjög mikið um það að segja hver verður fyrir valinu þegar biskup Íslands auglýsir embætti. Eftir 1. desember verður ákvörðun valnefndar í prestakalli enn áhrifameiri þar sem gert verður ráð fyrir því að biskup Íslands skipi einfaldlega þann sem hlýtur þar bindandi val annað hvort í valnefnd eða í almennri kosningu. Ábyrgð sóknarinnar er þannig mikil og frumkvæði sóknarbarnanna mikið. Á kirkjulegu máli er því óhætt að segja að forysta sóknanna í viðkomandi prestakalli kalli til sín prestinn, velji hann og njóti síðan þjónustu hans. Það er auk þess mjög lútherskt, kirkjulega lýðræðislegt og heilbrigt.
Hér er ég ekki að fjalla neitt um málefni sr. Carlosar Ara Ferrer enda fréttin ekki beint um það. Mér þykir leitt að missa hann úr þjónustu í Hafnarfirði og Vogum og úr prófastsdæminu okkar með þessum málalokum. Vonandi kemur hann þó fljótt aftur til prestsþjónustu í kirkjunni. Ég bið svo sr. Báru Friðriksdóttur blessunar í þessu nýja embætti og fagna endurkomu hennar í prófastsdæmið. Megi söfnuðurinn vaxa og dafna og styrkja sinn nýja sóknarprest til lifandi þjónustu.
Lagt verður til að reglum um ráðningu presta verði breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En mætti ekki segja að núverandi ráðningarform fælist í skipun og með því að tala um ,,reglur um ráðningar" sé verið að gefa merki um að kirkjan sé opin fyrir jafnvel því að hætta að ,,skipa" í embætti og fara að ráða presta til starfa?
Auk þess sem Morgunblaðið þarf að hafa fyrirsagnir þannig að þorri almennings skilji þær og hver skilur það fornaldarmál að einhver sé skipaður í eitthvað?
Pétur Björgvin, 20.7.2007 kl. 13:59
Það er nú eiginlega málið að það hlýtur að vera best að kalla hlutina réttum nöfnum. Skipun er í sjálfu sér ekki fornaldarmál. Það lýsir vel þeim tengslum og stöðu sem felst í þessu. Presturinn er einmitt ekki ráðinn. Það er bara gaman að erta skilningarvitin með lýsandi orðfæri. Það fræðir okkur um leið og kemur í veg fyrir ranghugmyndir.
Það eru miklu flóknari og sértækari orð notuð í umræðunni um viðskipti og athafnalíf. Mogginn reynir ekki að kalla það öðrum nöfnum þótt þau virðist flókin. Það er bara gaman að millibankaviðskiptum, eiginfjárhlutfalli, kaupréttarákvæðum, vergri þjóðarframleiðslu og öllum þessum fróðlegu hugtökum.
Kristján Björnsson, 20.7.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.