Mikið af lunda, mikið flug og margir á leið í holu með síli

Var að koma úr Ystakletti í Eyjum og hef aldrei séð eins mikið af fugli í brekkunum á miðjum degi og aldrei verið undir slíkum dökkum himni af fugli. Á sjónum sátu breiðurnar af lunda og öðrum fugli. Frábært iðandi líf. Ég veiddi reyndar ekki nein ósköp í þann stutta tíma sem ég stoppaði enda stoppaði heldur ekki síminn - því miður. Gaman að sjá lundann bera heim síli og margir með fullan gogginn að færa pysjunni heim í holu. Svona dagur veit sannarlega á gott. Hann veit líka á góða þjóðhátíð því lundinn er sannarlega ómissandi hátíðarmatur í Herjólfsdalnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband