2.11.2007 | 09:52
Útilokað að forsetavaldið fari úr landi - handhafarnir ættu að vera á föstum launum miðað við skyldurnar
Það eru nokkur atriði sem hafa alls ekki komið fram um forsetavaldið og ég skil ekki hvernig alþingismenn geta talað - og það stjórnarþingmenn - að ekki sé talað um fjölmiðla sem eru að velta þessu upp.
Það er í eðli forsetaembættisins að það getur ekki farið úr landi. Forseti á ferðalagi í útlöndum gæti hugsanlega farið með forsetavaldið inni í sendiráðum Íslands þar sem það er næstum því íslenskt lögsagnarumdæmi.
Forsetavaldið þarf því að vera eftir í höndum manna sem eru á landinu. Ef fella á niður handhafa þess sem verið hafa forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, æðstu menn hins þrískipta valds í landinu, verðum við að stofna embætti varaforseta Íslands sem sæti heima með forsetavaldið þegar forsetinn færi af landinu eða legðist í veikindi eða félli frá.
Það sem ég ekki skil í þessu dæmi öllu er aukagreiðslan til handhafa forsetavaldsins. Hún kemur ekki heim og saman við skilning minn á launagreiðslum þeirra sem heyra undir kjaradóm. Ef það er inní embættisskyldum forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta hæstaréttar að gegna þessum störfum ex officio, vegna stöðu sinnar, ætti kjaradómur eða kjararáð að úrskurða þeim þau laun í samræmi við embættisskyldurnar þeirra. Þeir ættu ekki að fá neinar sérgreiðslur fyrir þessi störf heldur vera á jöfnum launum í samræmi við allar skyldur þeirra.
Forseti gegni embættinu þótt hann sé í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 39836
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt, er að fara bloggvina hringinn, Guð blessi þig.
Linda, 8.11.2007 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.