21.12.2007 | 10:19
Gleðilega hátíð Jesú Krists á jólum
Logndrífa er ekki algeng í Vestmannaeyjum en þegar slíkt hendir, líkt og fyrr í desember, verð ég að setjast niður og yrkja. Það er einnig mjög langt síðan ég hef ort nokkurn skapaðan hlut af viti. Og því ekki að leyfa þeim sem lesa að njóta.
Í logndrífu aðventu 2007
Leiðarstjarnan lýsir hátt
lyftir stuttum degi.
Mjallar drífan mjúkt og smátt
málar hús og vegi.
Leiði þig Guðs ljúfa stef,
lýsi friðarstjarna.
Breiði dýrð hans bænar vef
bólin yfir barna.
Leiðarsteinninn vísar veg
visku spádóm birtir.
Ferð þótt verði tæp og treg
í trú og von ei syrtir.
Leiðsögn Drottins líki mér
leið hans feta viljum.
Áfram kærleik eflum hér
allt til þess við skiljum.
Lýsi Orð Guðs ljóst um jól
liti þjóð og siðinn.
Maríu son þér skapi skjól
og skenki jólafriðinn.
Með þeim orðum fylgir sú bæn að Guð gefi þér gleðileg jól og frið á hátíð Frelsarans.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 39836
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
Þetta er fínn aðventusálmur Kristján. Heppilegt var að það skyldi gera longdrífu þarna í Eyjum - þyrfti greinilega að gerast oftar fyrst hún hefur þessi áhrif! Ég þakka góðar kveðjur og sendi sömu óskir til þín og þinna.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 21.12.2007 kl. 20:40
Ég vissi ekki, að þú værir svona góður að yrkja, Kristján. Nærfærið og fallegt er fyrsta versið, erfitt að höndla fínu snjódrífuna sem smám saman litar hús og götur, en þér tekst það svo vel, í mjúkum anda tilefnisins!
Fallega viðkvæmt er líka annað versið. Svo endar þetta bæði með 'minni' sem kallast á við 1. versið, og staðið er upp frá söngnum (því að söngur þarf þetta að verða, eins og Ragnar segir) með hressandi léttu orði: og skenki jólafriðinn.
En hér er líka orðfæri, sem ekki kannski allir ná að meðtaka með sama hætti, en segir þó margt:
Áfram kærleik eflum hér,
allt til þess við skiljum.
Ég tengi þetta a.m.k. við þá grunnstaðreynd hins kristna lífs, að kærleikurinn framgengur af trúnni – í trúnni vitum við, hvað við megum vona, og lærum um þann Guð, sem við getum elskað. "Allt til þess við skiljum" – öll trúarvitneskja okkar um Guð gefur okkur ástæðu til að elska hann, sem og öll okkar lifaða reynsla af því að treysta honum fyrir lífi okkar. Því að það er "trú, sem starfar í kærleika."
Kær kveðja, og haltu áfram að yrkja!
Jón Valur Jensson, 31.12.2007 kl. 00:18
Takk fyrir góð komment. "allt til þess við skiljum" átti líka að hafa hina ytri merkingu um hinn afmarkaða tíma mannsins og stundu vinarskilnaðar. Við höfum ekki endalausan tíma til að bæta okkur því ekki vitum við tímann né stundina. Að skilja kærleika er að læra að þekkja Guð því Guð er kærleikur. Að trúa er þá að komast til þekkingar á Guði og vilja hans. Nokkurt takmark lífsins.
Svo var vinur minn í Efstaleiti, Gaui Weihe að benda mér á að annað erindið væri næstum því hringhenda. En það var óvart. Gleðilegt ár.
Kristján Björnsson, 31.12.2007 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.