Plötuspilarinn í kjallaranum

Þá held ég að nýja árið fari á fljúgandi skrið. Við hjónin fundum okkur til dundurs að hreinsa heldur betur til í geymslunni á prestsetrinu góða að Hólagötunni. Fötin flokkuð til gjafa í Rauðakrossinn og sumt var tekið til brúks og annað til skemmtunar (netabolurinn!). En toppurinn á þessari tiltekt var að finna aftur Lenco plötuspilarann sem líklega er orðinn meira en hálf fertugur. Ég setti hann í samband við útvarpið sem við vorum líka búin að skutla í geymsluna og viti menn. Með nýrri kló fór hann að snúast. Við grófum í ákafa eftir plötusafninu hennar Guðrúnar Helgu. The Wall og allt. Og nú er allt að verða klárt fyrir heilög vé og verustað nostalgíunnar á þessu heimili. Karlinn tók sig til og málaði og fyrstu gestum var boðið í Brunninn, því geymslan er í gamla brunninum á þessu merka húsi Sigga Þórðar, Sigga á sjóskónum. Þykkir steyptir veggir - betra en hvaða hljóðver!

Nú er næsta mál að safna að sér góðum LP plötum undir Pickering XV-15 eðalnálina. Hljóðið er algjörlega einstakt og einhvern veginn nær því að vera lifandi tónlist en CD. Ég fer strax að sjá eftir mínum Thorens úrvalsspilara sem ég átti fyrir nærri því þremur áratugum sjálfur, en það var úrvalsgripur.

Merkast var þó að komast að því að sautján og átján ára peyjar höfðu ekki fyrr séð plötuspilara "sem virkar". Mikið var þetta tækniundur merkilegt sem þeir sáu þarna í fyrsta sinn. "Hvernig skiptir maður á næsta lag?" spurði einn vinur sona minna og "hvernig virkar þessi "nál"?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Plötuspilarar eru framtíðin í útgáfumálum, það og rafrænt niðurhal. Keyptu plötuna og fáðu niðurhalið frítt með! 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:26

2 identicon

Sæll og takk sömuleiðis.

Búinn að laga hlekkinn. Fyrirtækið heitir afkimi ehf í lögbókum en hefur erlenda aukheitið kimi records, upp á útrás og heimsyfirráð. kimi ehf var frátekið og einfalt að bæta af framan á. 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Vinýlplöturnar eru alveg afbragð. Mér finnst hljóðið í þeim alltaf heillandi. Það er gert með gerólíkri tækni en stafræna hljóðið og þegar vinýlplata er spiluð er hljóðritunarferlinu snúið við ef svo má segja þannig að þær rispur sem hljóðið myndaði myndar nú hljóð. Þetta er því eins nálæg og bein snerting við upprunalegu hljóðbylgjurnar og hægt er að ná. Tóngæðin skemmast aðallega vegna þess að plöturnar rispast en rispuhljóðin geta líka verið skemmtileg ef þau eru ekki of mikil og mögnuð.

Gamlar plötur er hægt að nálgast á ebay. Fæstir henda þessum plötum og það eru til kynstrin öll af þessu efni út um allan heim.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.1.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband