Jarðarför loðnuveiðanna ekki gerð frá Landakirkju

Stór orð féllu á fundi hagsmunaaðila, skipsstjóra og sjávarútvegsráðherra í Vestmannaeyjum í gær. Einari K. Guðfinnsyni, ráðherra var þar líkt við prestinn sem jarðar loðnuveiðar. Af öllu má þó ljóst vera að slík útför verður ekki gerð frá Landakirkju í Eyjum. Og ég efast um að "Sr. Einar Kristinn" eða aðstoðarprestarnir hans á Fiskistofu fái nokkra kirkju til slíkra athafna.

Í Landakirkju er hins vegar talað berum orðum um ástandið út frá því að hinn trúaði maður á von sína alla í Kristi. Á það skal bent að ef Drottinn hefur ekki átt þess kost að svara ákalli okkar um góða loðnuvertíð að þessu sinni, sendir hann okkur örugglega eitthvað annað í staðinn. Við erum heldur ekki búin að gleyma öllum góðum loðnuvertíðum sem við höfum þegið úr hendi hans til þessa.

Þess skal getið að öllum prestum, æðstuprestum og spámönnum í sjávarútvegi og öllu venjulegu fólki líka er boðið að sækja messu næsta sunnudag þar sem aðeins verða sungnir uppörvandi sálmar í bland við hæfilegt spjall um siðferði í sjávarútvegi. Kaffisopi verður eftir messu í Safnaðarheimilinu og næði til að ræða málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt kristján.Þú talar um stór orð á fundi með ráðherra eins og sést í skifum Ómars Garðars í fréttum er ég að segja hvernig mér leið að þurfa að yfirgefa miðin við þessar aðstæður.Það var sama líðan og á leið í jarðaför einhver doði ótal spurningar um allt þetta óréttlæti osfr.Auðvita vílja frétta menn færa hutina í stílinn en þeir um það.En nú hefur það sannast sem að við skipst.höfum haldið fram að meira hafi verið af loðnu en hafró mældi og enn á eftir að bætast við.Maður mælir ekki það sem að maður ekki sér og það er ekkert nýtt að loðnan hagi sér með þessum hætti.

Óli Einars (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Kristján Björnsson

Blessaður Ólafur. Það sem ég sá til þín á fundinum var bara sönn og gild túlkun og þótt ég tali hér um stór orð, er það ekki í merkingunni ofsagt. Þetta var alveg réttlætanleg lýsing og orðin voru stór af því að alvarleikinn var stór. Það var frábært að fá fréttirnar í gær og aftur í dag af loðnuveiðinni. Og nú er öllum létt og allt komið aftur á fljúgandi flug hjá okkur í Eyjum og vítt og breytt um landið. Það er nú einhver munur en þessi jarðarfararstemning!

Bestu kveðjur í Álsey VE!

Kristján Björnsson, 29.2.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband