28.2.2008 | 15:13
Fjölgun í Þjóðkirkjunni miðað við raunverulega skráningu
Þjóðskrá er alltaf söm við sig. Hún birtir aðeins flutning fólks á milli trúfélaga eftir sérstökum tilkynningum fólks en leggur ekki fram upplýsingar um stöðuskráningu fólks eftir trúfélögum. Þetta er mjög villandi og kemur alltaf illa út fyrir lang stærsta trúfélagið, þ.e. Þjóðkirkjuna okkar gömlu og góðu, sem er bæði breið og djúp og ríkur þáttur í lífi þjóðarinnar.
Ég bið fólk að athuga nokkrar staðreyndir. Þjóðkirkjan er lang stærsta trúfélagið í landinu. Auðvitað er sárt að sjá á bak þeim öllum sem skrá sig úr kirkjunni (og þar þekki ég m.a. eina góða vinkonu). En 1500 manns umfram þá sem skráðu sig sérstaklega inn er afar lítið hlutfall þegnanna í Þjóðkirkjunni. Það þýddi afhroð í Ásatrúarfélaginu og jafnvel líka hjá Kaþólskum. Það er vissulega til umhugsunar..
Þetta er að mestu fólgið í eðli Þjóðkirkjunnar sem er ólík öllum öðrum trúfélögum í landinu. Flestir þegnar landsins fæðast inn í Þjóðkirkjuna og svo kemur að því í lífi hvers manns að hann tekur persónulega afstöðu á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Það getur leitt til þess að hann finni sig í öðru trúfélagi eða utan trúfélaga. Þessa skoðun vil ég virða vel þótt mér þyki auðvitað vænna um þá sem eru staðfastir í þeim ásetningi sínum að teljast til Þjóðkirkjunnar og viðhalda um leið mikilvægum þætti í landslagi trúar og menningar í þessu landi.
Hér vantar alveg stöðuskráningu sem segir til um raunverulega þróun í fjölda, fjölgun eða fækkun. Mörg undanfarin ár hefur verið fjölgun í Þjóðkirkjunni miðað við stöðuskráningu. Miðað við slíkar upplýsingar mælast allir nýir þegnar Þjóðkirkjunnar sem nýir meðlimir en ekki aðeins þeir sem skrá sig beinlínis í Þjóðkirkjuna. Takið eftir því að í þessum tölum mælist ekki nema brot af nýjum meðlimum. Hér mælast ekki nýir einstaklingar þótt þeir séu skírðir inn í söfnuðinn, en þetta er auðvitað mesti fjöldi nýrra einstaklinga í nokkru einu trúfélagi á Íslandi.
En - Guði sé lof fyrir alla sem fylgja Jesú Kristi, í hvaða kirkjudeild sem er! Komi þau öll fagnandi til kirkjunnar hans!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2008 kl. 15:02 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fréttin fjallaði líklega bara um flutning fólks á milli trúfélaga af því að við fengum nýjar fréttir af því, það var ekkert nýtt um fjölda í einhverjum trúfélögum.
Það er u.þ.b. 0,6%. Mér finnst það bara ágætt.
Árið 2007 fjölgaði í Þjóðkirkjunni um 227 manns. Já, það hefði endilega mátt benda á það í fréttinni. Svakaleg fjölgun.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.2.2008 kl. 15:52
Klerkur veit það vel að sú fjölgun upp á 227 einstaklinga í Ríkiskirkjunni er einungis tilkomin vegna þess að börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður.
Matthías Ásgeirsson, 28.2.2008 kl. 16:30
Góð pæling hjá þér :)
Linda, 28.2.2008 kl. 17:59
Takk fyrir það Linda. Við skulum svo sjá hvað kemur út úr réttri talningu. Leitt hvað Matthías notar hér tækifærið til að sverta Þjóðkirkjuna og uppnefna ómaklega, auk þess sem talan 227 er ekki sú tala sem ég er að tala um þegar ég nefni stöðuskráningu.
Kristján Björnsson, 28.2.2008 kl. 23:40
En skemmtilegt að Kristjáni finnst raunsönn lýsing á Þjóðkirkjunni vera "svertandi".
Hvað í ósköpunum áttu þá við með "stöðuskráningu"? Þú segir að hún "[segi] til um raunverulega þróun í fjölda, fjölgun eða fækkun".
Samkvæmt heimasíðu Hagstofunnar voru 252.234 manns skráðir í Þjóðkirkjuna 01.12.2006 og 252.461 sama dag árið 2007.
227 fleiri skráðir í Þjóðkirkjunni árið 2007 heldur en árið 2006. Er þetta ekki "raunveruleg þróun í fjölda, fjölgun eða fækkun"? Hvað viltu gera? Taka með nýfædd börn sem eru skráð í Þjóðkirkjuna en ekki látið fólk sem var í Þjóðkirkjunni? Það er það eina sem mér dettur í hug að þú sért að tala um.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 01:46
Skemmtileg þessi tilgerðarviðkvæmni, að sjálfsögðu er Ríkiskirkja réttnefni, Hæstiréttur hefur úrskurðað að þú sért opinber starfsmaður.
Hjalti útskýrir tölfræðina ágætlega. Ef ekki væri fyrir sjálfkrafa skráningu barna við fæðingu væri fækkun í Ríkiskirkjunni.
Matthías Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 09:12
Ferlega ertu upptekinn af andæfum í garð Þjóðirkjunnar, kæri Matthías! Þú veist það vel að það eru öll börn skráð sjálfkrafa í trúfélag eftir trúfélagi móður, en þú kýst að láta liggja að því að það eigi bara við Þjóðkirkjuna. Það er einmitt þetta í þínu máli sem ég er að tala um, og þannig er það líka með þráhyggjuna hjá þér og ýmsum öðrum að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Þú hefur greinilega ekki hugmynd um hvað það hugtak merkir og hefur ekki tekið eftir því að mjög miklar breytingar hafa átt sér stað í átt til aukins sjálfstæðis Þjóðkirkjunnar. Þú ert svona einum til tveimur áratugum á eftir. Og enn er verið að vinna að auknu sjálfstæði Þjóðkirkjunnar. Það eru breytingar á hverju ári og þú situr eftir í gamla tímanum. Hvernig væri að fylgjast aðeins með í málaflokknum fyrst þú ert að gagnrýna?
Kristján Björnsson, 29.2.2008 kl. 10:58
Voðalega ertu með lélegan lesskilning ef þú fékkst þetta á tilfinninguna, þetta sagði Matti:
Ef hann væri að gefa það til kynna að þetta ætti bara við um Þjóðkirkjunna, þá segði hann varla að það væri sjálfkrafa skráð í trúfélag móður.
Við höfum greinilega annan skilning en þú, ég sé ekkert að því að kalla kirkju sem ríkið verndar og styður sérstaklega, ríkiskirkju.
Það sem mér finnst samt áhugaverðast við þessa athugasemd þína er það sem þú segir ekki, meira en tíu línur, en ekki minnst á þessa "stöðuskráningu". Hvað áttu eiginlega við með "stöðuskráningu"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 14:29
Hjalti, þetta er hinn svokallaði kristilegi lesskilningur - klerkur les ummæli mín í ljósi Krists.
Hvaða ítrekuðu dylgjur eru þetta um þráhyggju! Í greininni sem ég vísa á er það rökstutt rækilega að Þjóðkirkjan er Ríkiskirkja. Reyndu að andmæla því sem þar stendur ef þú ætlar að malda í móinn og halda öðru fram.
Ætlar þú líka að mótmæla því að Hæstiréttur hafi úrskurðað að þú sért opinber starfsmaður?
Matthías Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 14:35