Messufall í Landakirkju

Ótrúlegt en satt. Vegna fannfergis og skafhríðar þarf ég í fyrsta sinn að fella niður messu í þann tæpa áratug sem ég hef verið hér sóknarprestur. Bið alla Eyjamenn að vera ekki að brjótast til kirkju í dag því barnaguðsþjónustan kl. 11 og guðsþjónustan kl. 14 falla báðar niður.

Blessunaróskir, Kristján Björnsson 


mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Minnir mig á mikla "fannfergið" líklega í kringum '68, í Eyjum.  Botnlanginn í Grænuhlíðinni fylltist af mannhæðahárri mjöll.  Það voru dýrðardagar fyrir okkur krakkana.  Enginn skóli, en gott ef ekki var búið að "moka" leið fyrir okkur í barnamessuna næsta Sunnudag, upp í Landakirkju.  Misstum ekki af henni, þó basl væri að komast í snjónum.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Kristján Björnsson

Það var heilmikill snjóavetur hef ég heyrt. Nú verður ekki reynt að moka fyrr en lægir og það er því miður ekki útlit fyrir það fyrr en síðar í dag. Kirkjunnar fólk verður bara að lesa kraftaverkasöguna um mettun fimm þúsundanna í 6. kafla Jóhannesarguðspjalls. Ég hafði hugsað mér að leggja áherslu á fiskana tvo og víkja að siðferði í sjávarútvegi. Nú þegar hafa sjómenn hringt og sannarlega ætlað sér að koma til kirkju einmitt í dag vegna prédikunarinnar!

Blessunaróskir, sr. Kristján

Kristján Björnsson, 2.3.2008 kl. 12:42

3 identicon

Snjórinn af himnum breytti messunni í eyðimörk. Hér fyrir norðan verður aldrei messufall vegna fannfergis því snjórinn fellur ekki á "kristilegum tíma"! En svona eru Eyjarnar þær slá alltaf í gegn. Mikli snjórinn 1968 féll líka í mars. Þá þurfti að fella niður skóla en skólastjórinn komst ekki nógu snemma í skólann til að tilkynna í útvarpið að skóli félli niður vegna fannfergis. En eftir að hann sjálfur festist í skafla þá skildi hann hve erfið færðin var. Sumir trúfastir nemendur börðust í gegnum skaflana í sjógallanum til að mæta í námið og Jónas húsvörður tók á móti okkur með brosi á vör og bauð okkur inn í fámennið.

kær kveðja

Snorri í Betel

snorri í betel (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband