29.5.2008 | 12:14
Kirkjan er hrein og bein í þessari sölu
Kirkjuþing 2007 samþykkti að selja íbúðarhúsnæðið til Prestsbakkasóknar og því kom ekki nein önnur sala til greina. Heimild Kirkjuráðs var bundin við þann vilja Kirkjuþings, sem var skýr. Það á sínar skýringar hvað það hefur tekið langan tíma að ganga endanlega frá sölunni, en það þarf einfaldlega að fá sinn tíma svo öllu réttlæti sé fullnægt, afmörkun lóða húsa, kirkju og garðs o.s.frv.
Það er ekkert nema eðlilegt að Prestsbakkasókn fái aðstöðu í íbúðarhúsinu, sem er aflagt prestsetur. Húsið stendur mjög nálægt kirkjunni og kirkjugarðinum og því er þetta góður kostur sem þjónustuhús og safnaðarheimili. Þar getur söfnuðurinn hist í kirkjukaffi, kórinn haft aðstöðu og annað safnaðarstarf getur farið þar fram líka, s.s. barna og æskulýðstarf og fræðsla. Þá koma þarna snyrtingar og þjónusturými fyrir kirkjugarðinn og prestur og djákni gætu haft þar viðtalsherbergi eða aðstöðu fyrir og eftir helgihald eins og í mörgum öðrum sóknum. Það þykir sjálfsagt í dag.
Í mínum huga er frábært að sjá þetta gerast og sjálfsagt að koma þessari aðstöðu upp vegna grunnþjónustu kirkjunnar á staðnum - þótt söfnuðurinn sé fámennur. Þótt ekki sé margt fólk í sókninni á það líka rétt á grunnþjónustu kirkjunnar og sómasamlegri aðstöðu til safnaðarstarfs, ekki síður en fólk í þéttbýli. Það er mín skoðun á því og það er alls ekki miklu til kostað miðað við þau hunduð milljóna sem fara í byggingu safnaðarheimila í borgum og bæjum.
Prestsekkjan er hreint ekki ekkja eftir síðasta prest og heldur ekki eftir þann sem var þar áður. Það eru liðin meira en tuttugu ár síðan þau sátu staðinn og sr. Yngvi Þ. Árnason lauk sinni prestsþjónustu í ársbyrjun 1987. Það sjá það allir að slíkt getur ekki skapað fólki rétt til búsetu eða eignarhalds á jörðum og húsum sem kirkjan er þinglýstur eigandi að.
Kirkjan tvísaga um sölu á Prestbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér í þessu og mjög sniðugt að nota húsið í þágu safnaðarins á staðnum.
Sölvi Breiðfjörð , 29.5.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.