Óvissan virðist versti óvinurinn, en fé misjafnlega bundið

Það er ljóst af þessum viðtölum að óvissan fer verst í fólk einsog alltaf, en alveg sértaklega þá sem hafa einmitt verið að tryggja sér öruggari afkomu í framtíðinni. Innlán og útlán eru svolítið annað en verðbréfasjóðir og það væri kostur ef fréttafólk greindi þarna á milli. Í mínum huga hefur alltaf verið erfitt að drífa út fé úr verðbréfasjóðum einn, tveir og þrír. Þeir eru annars eðlis og innistæður í þeim misjafnlega bundnar í venjulegu árferði. Eigum við ekki að minnka tjónið með því að sýna stillingu - og líka fréttafólk!

Það getur leitt til mjög alvarlegrar stöðu í þjóðfélaginu ef grafið er undan tiltrú fólks, því við þrífumst sem samfélag á því að treysta. Ég vil hvetja fólk til að hrapa ekki að niðurstöðu án þess að skoða það vel hvert stefnir í raun og veru. Augnabliks angist er skiljanleg en viðbrögð okkar við ástandinu í fjármálaheiminum geta jafnvel orðið til að auka á vandræðin og tapið.

Vonandi hefur fólk ekki sett of mikið traust á verðbréfin og vonandi hefur enginn talið fé sitt alveg öruggt í slíkum sjóðum eða hlutafé.

Vonandi verður þessi þróun ekki að algjöru skipbroti efnishyggjunnar, því það er nóg að hafa verið minnt óþægilega á það að við eigum ekki að setja traust okkar á efnisleg gæði í heiminum þegar öllu er á botninn hvolft.


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband