8.10.2008 | 22:05
Margir þurfa að líða fyrir þetta skipbrot efnishyggjunnar
Það er ekki annað að sjá en menn séu að vinna gríðarlega vinnu til að bjarga því sem bjargað verður í hremmingunni í bankakreppunni. Nú er skynsamlegast að hafa ekki uppi stór orð eða alhæfa of mikið, en við þurfum sannarlega að meta stöðuna sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og umheimsins.
Þetta á eftir að reynast óskapleg áminning um hverfulleikann og hefur áhrif á afkomu og efnahag mjög margra. Hjá mörgum er þetta stór skellur en snertir alla landsmenn. Við þurfum samt að átta okkur á að þetta eru peningar en hremmingarnar varða ekki líf og heilsutjón. Ég finn til þeim sem hafa sett allt sitt traust á eignir eða efnisleg gæði, því hjá þeim er áfallið mjög mikið. Nú er um að gera að halda ró sinni og skerpa á skilningi okkar á raunverulegum undirstöðum í lífinu, þ.e.a.s. í hverju er hald og hvað er öruggt í lífinu. Þetta er mikið skipsbrot fyrir efnishyggjuna, en efnishyggja sem slík hefur verið gríðarlega öflug og áberandi í gildismati fólks. Ekki síst í allri þessari miklu umfjöllun um verðmæti, eignir og umsvif. Það eykur á áfallið hvað þetta virðist hafa skipt fólk miklu og hvað fjármálaumræða hefur verið þessari þjóð hugleikin undanfarin ár.
Það er ekki ólíklegt að fólk eigi eftir leita til kirkjunnar og ýmissa ráðgjafa en það er alveg ljóst að áhyggjur fólks eru margvíslegar. Sumir eru að sjá stórar eignir sínar gufa upp, þessi þróun hefur áhrif á rekstur fyrirtækja og svo eru það þeir sem eru skuldugir. Verðtryggð lán hafa verið að vaxa og alveg sérstaklega lán í erlendri mynt. Ætli það reyni ekki á alla þætti samfélagsins og komi bæði fram strax og seinna hjá nær öllum landsmönnum. Ég tek undir það sem ráðherrar ríkisstjórnar hafa sagt. Mikilvægast af öllu er að standa vörð um fjölskylduna, skuldastöðu heimila og bjarga húsnæði fólksins í landinu. Það þarf að gæta að almenningi, innlánum sem útlánum, og sparnaði fjölskyldufólksins. Og svo þarf að muna það líka að láta þetta ekki þrúga heimilislífið og það þarf að vernda bernskuna fyrir öllum þeim bölmóði sem gæti verið eðlilegur fylgifiskur kreppunnar.
Ég hef sérstakar áhyggjur af bændum vegna skuldsetningar á bújörðum og húsum. Það ætti ekki að vera því við þurfum að leggja áherslu á frumatvinnuveginn í landinu og sjávarútveg. Þar liggja ótrúleg verðmæti sem hafa aukist aftur að vægi fyrir þjóðina í heild.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.