9.10.2008 | 06:58
Gat ekki farið öðruvísi eftir forsetaviðtalið við Davíð
Ég fékk hroll þegar ég heyrði yfirlýsingagleði Davíðs Oddssonar í Kastljóssþættinum. Nú hefur framganga hans náð nýjum hæðum í "ég vissi það allan tíman" hugsunargangi. Traustasti bankinn okkar gat ekki einu sinni haldið velli í þessum ólgusjó með slík vinnubrögð. Fór virkilega enginn að ræða við Englendinga? Hvað er þetta með samskiptin við önnur lönd? Það virðast allt of margir lifa í sápukúlu í þessum háu embættum fyrst svona gat farið fyrir banka með allt í skilum.
Bankastarfsmenn, þið eigið þakkir skilið fyrir baráttuna en enginn má við mörgum ómögulegum aðstæðum. Nú held ég að við þurfum öll að biðja Guð að blessa bestasta landið okkar Ísland.
Tek undir tillögu Samfylkingarmanna um mannaskipti í bankastjórn Seðlabankans.
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:10 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.
P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.