Hagur allra markaðsþjóðanna að laga stöðu Íslands

Er ekki ljóst að það er öllu samfélagi þjóðanna til góðs að IMF fái að eiga veglega aðkomu að lausn fjármálakreppunnar á Íslandi? Ef við erum það land sem fyrst hefur fallið og verst hefur farið í þessari bankakreppu hljóta ráðamenn í öðrum löndum þróaðra markaða að vera á nálum. Það er mjög trúlega rétt mat að sú mikla aðstoð sem við þurfum ætti að vera stjórnað af Aljóðagjarldeyrissjóðnum með aðkomu Norðmanna, Rússa, Japana og annarra vinveittra ríkja.

Það þarf aðkomu IMF, G7 og bestu grannþjóða líka til að festa gengið á krónunni, en það er forsenda þess að við getum einhvern tíma átt kost á aðild að evru, eða notað gjaldmiðil yfirleitt.

Okkar menn hljóta að sjá það skyldu sína að setja niður þessi gönuhlaup Breta og áhyggjur Hollendinga.


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sÆLL.

jÁ, VIÐ ÞURFUM AÐ SÝNA ÞEIM TENNURNAR EÐA GÓMANA !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri klerkur, þetta er afleit færsla hjá þér.  Ég hefði samt verðið alveg sammála  þér fyrir u.þ.b. tveimur dögum eða áður en ég fór að kynna mér handbragð þeirra. "Það er ekki allt gull sem glóir".

Guð forði okkur frá Alþjóðagaldeyrissjóðnum.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Kristján Björnsson

Það má vera rétt að við þurfum að biðja Guð að forða okkur frá hjálparanum. En við hljótum að vera sjálfkrafa komin í varnarstöðu gagnvart fullveldinu þegar við erum búin að missa fótanna í fjármálum.

Það hefur lengi verið mottó okkar að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Vonandi er það enn hægt.

Kristján Björnsson, 11.10.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Kristján,

við höfum ekki spilað vel úr þessu og ljóst að við þurfum að fórna einhverjum veraldlegum gæðum. En við munum vinna okkur út úr þessu með ráðdeild og guðs hjálp.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband