11.10.2008 | 16:06
Sjaldan veldur einn þá tveir deila - Guð blessi samningamennina
Minni bara á þessa speki um ástæður deilna, en þetta kenndi amma mér ungum. Líklega er það rétt hjá okkar trausta forsætisráðherra að áhlaupið á Kaupþing í Bretlandi varð til að setja annars góðan rekstur og frábært fyrirtæki í uppnám. Megi það komast sem fyrst á flot aftur. Það sem setti áhlaupið af stað var án efa það sem fólst í yfirlýsingum Gordon Brown og Darling. Okkar sök er að hafa ekki unnið nógu vel með þessum mönnum og gert nógu góða grein fyrir stöðu Íslands og íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Það er ekki allt á hausnum þótt lausafjárkreppan herði að. Sjáið t.d. Össur hf.
Nú snýst spurningin um það hvernig við ætlum að ná aftur vopnum okkar. Það gerist ekki nema með því að ná eyrum Breta og Hollendinga og svo framvegis. Það gerist ekki með því að tala hér heima við eldhúsborðið. Við náum mestum árangri með því að efla stöðu íslenskra fyrirtækja á hinum erlendu mörkuðum og tala þau upp af sama krafti og landinn talaði niður krónuna. Við náum mestum árangri með því að vinna með öðrum þjóðum í alþjóðlegu átaki til að rétta af fjármálamarkaðinn í heiminum.
Guð blessi þá sem vinna að samstarfssamningunum við Hollendinga og Breta þessa dagana. Guð blessi þá sem sjá þetta mál allt í víðara samhengi en ekki bara sem vanda Íslendinga.
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur!
Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.10.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.