Afar slæmt að geta ekki þagað

Það er mjög rangt mat að seðlabankastjóri geti talað jafn frjálslega út frá sjálfum sér og sínu hjarta og Davíð gerir nú í annað sinn á stuttum tíma. Tíminn hefur verið erfiður mörgum og það er afar brýnt að einstaklingar í áhrifastöðum, eins og formaður bankastjórnar miðbanka Íslands, hafi vald á sjálfum sér og eigin egói svo þeir geti lifað og talað eftir því hlutverki sem þeir gegna.

Það er næstum því dómgreindarleysi að seðlabankastjóri leggi pólitískt mat á gjörðir og ummæli annarra og enn verra að hann leggur dóm á það sem "einhver annar" hefur sagt eða það sem honum finnst að einhver annar hafi verið að segja eða gefa í skin. Hvaða smjörklípuvísindi eru þetta eiginlega þegar hann segir að "fyrirhyggjuleysi sáðmanna hafi ráði þar miklu"? Þetta er sömu tegundar og þegar hann sló fram "óreiðumönnunum" og ætlaði sjálfsagt að slá einhvern utanundir. Vindhögg.

Þessi tilvitnun í dæmisögu Jesú af sáðmanninum fer ekki manni sem á að leggja fram tölur, rökstutt mat og efnahagslega yfirsýn í þágu þjóðarinnar. Hætti ekki einmitt dr. Benjamín H. J. Eiríksson, einn menntaðist hagfræðingur Seðlabanka Íslands á sínum tíma, eftir að hann fór að tala um hjálp heilags anda? Einhvern tíma var því hvíslað að mér, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti. 


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sérstaka athygli vekur að Davíð minnist ekki aukateknu orði á inngrip Breta inn í íslensk efnahagsmál. Þar er auðvitað einn meginvandi efnahagsstjórnunar síðustu vikna og mánaða.

Davíð er ákafi í einhverri fortíðarhyggju sem kannski átti rétt á sér en önnur vandræði og verri hafa blasað við.

Já þessi tilvitnun í Biflíuna er kannski skýr vísbending að ekki líði á löngu að Davíð segi af sér.

Annars verður það forgangsverkefni nýrrar landsstjórnar að reka Davíð úr Seðlabankanum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband