18.11.2008 | 13:30
Fjölmiðlar í heljargreipum Davíðs
Fjölmiðlarnir sýna aftur hvað þeir eru máttlausir gagnvart svona ræðum sem eru yfirfullar af upplýsingum sem ekkert er unnið úr. Í stað þess að endurtaka bara sönginn hans Davíðs ættu þeir núna að vera á fullu að fara yfir skotin hans í allar áttir og greina við hverja hann á eða það sem er meira virði, greina hvert hann er að stefna, hvað ætlar hann sér í næsta leik. Nú vill hann að þeir eyði tíma í "Þúsund milljarða manninn", þriðja manninn í hrakfallasögu Matthildar.
Frá hverju er hann að beina athygli yfirborðskenndrar fjölmiðlunar Íslands? Honum tekst meira að segja að stinga þarna á veikan blett í heiðri blaðamanns og gera hann helst óvígan (svo hann ráðist ekki aftur á hann sjálfan og stöðu hans). Hann hótar að draga aðra með sér með órökstuddum ásökunum í allar áttir.
Sjáið hvernig hann dreilir sök til hægri og vinstri. Sjáið hvernig hann tengir saman fjármálaeftirlitið og eignarhald á fjölmiðlum án tengingar. Hvað var að gerast í höfðinu á honum þarna?
Sjá fjölmiðlamenn ekki að hann ætlar að minnsta kosti að draga forseta Íslands með sér í fallið (ef það verður) vegna gamalla sárinda yfir örlögum fjölmiðlafrumvarpsins? Hver stóð fyrir breytingum á stöðu FME 1998?
Sjáið hvernig hann lætur eftirmann sinn og fyrrum samherja hafa það óþvegið. Ætlar hann greinilega að draga hinn mæta, hófsama og trausta stjórnmálaleiðtoga, Geir Haarde, með sér í fallinu líka. Er það ekki takið sem hann hefur haft á forsætisráðherra á liðnum misserum?
Hvar eru frjálsir og fullveðja fréttaskýrendur og greinendur?
Nú reynir á þolrif fréttamannsins, að hann láti ekki þennan boxara erta sig með slíkum höggum og missi marks á klár sjónarhorn vegna skyndilegrar reiði sem Davíð er að reyna að vekja upp. Nú þýðir ekki að æpa á ráðamanninn og vaða að honum með offorsi eins og fréttafólk hefur stundum orðið uppvíst að á blaðamannafundum að undanförnu. Þá skera þeir sig ekki úr gremju almennings en hvert vindhöggið af öðru fyllir blaðsíður og fréttatíma með óunnum fréttum.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.