1.12.2008 | 23:07
Samhjálp og sjálfshjálp, en ekki sterkan leiðtoga
Þetta er næstum því allt satt og rétt hjá Möller, nema þetta með sterkan leiðtoga. Það er eitt það hættulegasta fyrirbæri sem til er þegar efnahagslíf lítillar lýðræðisþjóðar stendur svona höllum fæti. Það fór ekki vel hjá Þjóðverjum að kalla eftir sterkum leiðtoga þegar hún var orðinn dauðleið á glundroða Weimar-lýðveldisins.
Við þurfum hins vegar að fara að þjappa okkur saman um lausnir. Það er örugglega það sem Möllerinn er að segja. Fjölmiðlar eru alltof helteknir af uppgjöfinni. Nú þyrftum við helst að geta flýtt jólunum og kalla fram það jákvæða í manninum. Það er löngu orðið tímabært að beina sjónum að manngildinu, kærleikanum og sáttargjörðinni.
Það er löngu orðið tímabært að sefa reiði og ásökun sem beinist bara eitthvað út í loftið. Réttlát reiði beinist að einhverju tilteknu óréttlæti eða broti. Réttmæt ásökun byggist á tiltekinni sekt. Í því ástandi sem kemur upp með óðagotinu og almennri reiði fólks út í "ástandið", að því er virðist á nýliðnum útifundum og árásum á lögreglustöð og Seðlabanka, verður ekki ljóst hvers eðlis þessi reiði er eða ásökun. Krafan um afsagnir "þeirra allra", ríkisstjórnar og seðlabankastjóra o.s.frv., er í mínum huga dæmi um óaðgreinanlega reiði og ásökun. Aðgreinanleg og réttlát reiði myndi hins vegar vera beint gegn tilteknu atviki eða sakarefni, i.e. aðgreindri sök til afsagnar.
Ótilgreind almenn reiði dregur ekki bara þann niður sem er haldinn slíkri reiði. Hún verður á endanum eins og svarthol sem dregur alla aðra með í hyldýpið. Hópniðurbrot er þekkt fyrirbæri, því miður. Leiðin út úr þessum ógöngum er lausnarmiðuð og þar þarf þessi þjóð nýja sjálfshjálparbók. Þá list kann þessi þjóð mæta vel af mörgum hörðum tímabilum í sögunni. Sjálfshjálpin og samhjálpin eru þær leiðarstjörnur sem við þurfum einmitt núna til að fara eftir, en bara ekki sterkan leiðtoga!
Íslendingar einblína á vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.