1.12.2008 | 23:29
Aðventan, tími iðrunar og yfirbótar
Á mannamáli mætti segja að tími iðrunar merki það að sjá að sér og tími yfirbótar merki það að gefa af sér. Er það ekki málið núna? Við þurfum að sjá að okkur vegna þess sem hefur gerst og er að ganga yfir. Hvernig tökum við á því?
Við þurfum síðan að hætta að soga allt inn á við í ótilgreindri reiði og ásökunum. Við þurfum að hætta alveg þessari sjálftöku, sjálfmiðlægni og sérhygli. Lífið þarf að fara að flæða áfram en það gerist ekki nema í tengslum við aðra í samfélaginu. Við komumst heldur ekkert áfram án þess að hafa andleg mið.
Við þurfum að láta gott af okkur leiða, stöðva reiði með mjúklegu andsvari. Við þurfum að horfa til þess hvað við getum gefið öðrum í gæðum þessa lífs með kærleika, friði og eindrægni í samskiptum hvert við annað. Við þurfum að færa öðrum þann rétt sem þau eiga. Við þurfum að gæta að hag náungans. Við þurfum að styða það góða sem er í gangi og leita með ljósi sannleikans að því sem er heilnæmt í mannlegum samskiptum.
Ég held það hljóti að vera í hag okkar allra að nýta núna aðventu kristinna manna til þess að bæta heiminn og búa okkur undir hátíð friðarins og þess æðra ljóss sem lýsir alltaf yfir landinu okkar góða.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
-
ragnargeir
-
baldurkr
-
orri
-
baenamaer
-
peyji
-
kristleifur
-
vonin
-
kjartanvido
-
jonvalurjensson
-
kitta
-
daystar
-
theld
-
alit
-
zeriaph
-
sigthora
-
arnisvanur
-
kex
-
eyjapeyji
-
lundi
-
bajo
-
gauisidda
-
gudni-is
-
enoch
-
icejedi
-
nkosi
-
gattin
-
einarhardarson
-
fhg
-
gebbo
-
helgigunnars
-
kht
-
credo
-
krist
-
kristinm
-
trumal
-
solvi70
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
tbs
-
thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.