Lækkun sóknargjalda og trúfélagsgjalda dapurleg

Það er ljóst að niðurskurður á fjárlögum 2009 er víða mikill. Ljótt er að heyra af dæmum um niðurskurð í velferðarmálum, framlögum til heilbrigðismála og t.d. til vímuvarna hjá SÁÁ. Það er líka verið að leggja til lækkun á framlagi til háskóla og til annarra skóla á sama tíma og þeir ættu að vera efldir til að taka við fólki til náms í stað fjölgunar á atvinnuleysisbótum.

Sóknargjöldin er líka skert um töluverðar upphæðir og þar kemur skerðingin jafnt niður á þjóðkirkjunni og trúfélögum í landinu. Sóknargjöldin hefðu átt að hækka um ríflega 12% vegna hækkunar á meðaltekjuskatti einstaklinga í landinu milli áranna 2007 - 2008. Þessi hækkun verður ekki að veruleika og þótt mörgum hefði þótt það nógu mikil skerðing er skerðingin meiri í fjárlögum 2009. Það er gengið lengra fyrir það sem virðist vera einkennilegur slumpreikningur. Sóknargjaldið fyrir hvern mann 16 ára og eldri var 872 á árinu 2008. Nú á meira að segja að lækka það niður í 855 kr. á mann á mánuði í kirkjusókn eða öðru trúfélagi. Raunlækkunin er því ýkt einsog einhver myndi segja og mun hafa varanleg áhrif á gjaldið um ókomin ár.

Það þýðir einnig lækkun til Háskóla Íslands en þangað hafa jafngildi sóknargjalda þeirra runnið sem standa utan trúfélaga, samkvæmt stjórnarskránni. Og verst er að þessi gjöld munu sannarlega lækka árið 2010 því varla hækkar meðaltekjuskattur einstaklinga milli áranna 2008 og 2009. Skerðing sóknargjalda árið 2009 mun svo hafa varanleg áhrif á þann stofn sem verðbætur komandi ára reiknast ofaná ár frá ári.

Þá er gert ráð fyrir lækkun á launum presta en það er sjálfsagt mál að taka því ef launalækkun verður almenn á Íslandi. Við erum þó lægst launaðir af þeim sem heyra undir kjararáð og ef ég les frumvarið um lagabreytingu fyrir kjararáð rétt er fyrst og fremst gert ráð fyrir lækkun launa til ráðherra og alþingismanna. Nóg yrði lækkunin og þátttaka presta í lækkunarferlinu með því að laun þeirra yrðu fryst árið 2009. Það yrði bærileg raunlækkun og verðugt persónulegt framlag.

Allar þessar lækkanir til samfélagslegra mála og velferðarmála eru nú á dagskrá til að ná niður halla ríkissjóðs og kostnaði við lántöku og skakkaföll þjóðarinnar í kreppu fjármálaheimsins. Guð láti gott á vita og blessi þessi ráð, sem gripið er til, en aðeins með hans blessun getum við átt von um að rétta úr kútnum í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Kristján, þetta er ekki gott mál, það eina sem við getum gert er að biðja góðan Guð um að hjálpa okkur.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 23:40

2 identicon

"Við erum þó lægst launaðir af þeim sem heyra undir kjararáð"

Æ, greyin. Jæja, í hverjum hóp verður víst einhver að skipa það hlutver að vera sá lægst launaður. Mér þykir bara athyglisvert að prestar þurfi að heyra undir kjararáð í stað þess að berjast fyrir kjörum sínum eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Mér þætti, sem framhaldsskólakennara, ofboðslega þægilegt að geta bara beðið eftir úrskurði kjararáðs, frekar en að þurfa að standa í því stappi sem þarf fyrir hverri einustu krónu sem við fáum í laun.

Valdís (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband