20.1.2009 | 22:54
Weimar?
Ég hugsa oftar og oftar um upplausnarástand Weimar-lýðveldisins. Veit ekki alveg af hverju þessi hugrenningartengsl eru að styrkjast, en styð það heilshugar að Alþingishúsið okkar verði varið í ljósi upphafsins að þeim hörmulega kafla í sögu Þýskalands. Guð forði okkur frá því að næst verði farið að kalla eftir sterkum leiðtoga sem virðir ekki stjórnskipan landsins!!!
En svo spyr ég hvort fólk hafi virkilega verið að mótmæla því að þingfundir löggjafarsamkomu lýðveldisins hafi verið að hefjast að nýju eftir áramót. Það mætti ætla af fréttinni. Getur verið að mótmælum, sem í eðli sínu eru bæði skiljanleg vegna þrenginga þjóðarinnar og í sjálfu sér æskilegur tjáningarmáti almennings í landinu, sé leynt eða ljóst beint gegn lýðræðislegu skipulagi? Það var ekki að heyra á grófu orðfæri og stjórnleysi á þinginu að virðing væri meðal allra þingmanna fyrir sjálfu Alþingi.
Það er líka mjög mikið umhugsunarefni hvað það er breiður hópur fólks sem kemur til þátttöku í mótmælunum. Og tilefni fólks virðist líka vera sprottið af ólíkum rótum frá einum til annars. Í því öllu er einmitt fróðlegt að heyra viðtöl þar sem þátttakendur eru spurðir um ástæðu þess að það sækir mótmælafundina.
![]() |
Svæði við þinghúsið rýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
-
ragnargeir
-
baldurkr
-
orri
-
baenamaer
-
peyji
-
kristleifur
-
vonin
-
kjartanvido
-
jonvalurjensson
-
kitta
-
daystar
-
theld
-
alit
-
zeriaph
-
sigthora
-
arnisvanur
-
kex
-
eyjapeyji
-
lundi
-
bajo
-
gauisidda
-
gudni-is
-
enoch
-
icejedi
-
nkosi
-
gattin
-
einarhardarson
-
fhg
-
gebbo
-
helgigunnars
-
kht
-
credo
-
krist
-
kristinm
-
trumal
-
solvi70
-
vefritid
-
vilhjalmurarnason
-
tbs
-
thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.