Hestar róast yfirleitt eða hætta að berjast um en gefast ekki upp

Það var mikil mildi að ekki fór verr og þökk sé snarræði og hreysti viðstaddra. Ekki var ég þarna en Fjölnir virðist af fréttum hafa sýnt sanna íslenska hreysti - víkingur.

Reynsla mín af hestum í dýjum og ófærum vötnum og ám er að þeir róast fljótt og hætta að berjast um þegar ekki gengur að komast uppúr einn tveir og þrír. En þegar tekst að koma framfótum uppúr eða lyfta undir framfætur beita þeir því sem eftir er af kröftunum og það geta verið miklir kraftar. Þeir spara þá. Lærði þetta í göngum framan við Dauðsmannskvísl með gangnamönnum úr Víðidal. Minnir að Sigurbjartur á Sólbakka hafi kennt mér hvernig maður sækir framfæturnar ofan í dýið og leggur flatar fram, en sprettir áður af (sem er lykilatriði) og tekur útúr. Ef þetta dugir ekki verður að fara aftur undir hann og lyfta. Satt að segja held ég að þetta sé bara fyrir hreystimenni að stunda hestamennsku við þessar aðstæður.

Af fréttum að dæma hefur Fjölnir einmitt gefið klárunum fast undir framfætur með því að láta á stíga efst á lærið. Þeir þurfa bara átyllu. En ég sé ekki að nokkur hafi sprett af fyrr en uppúr var komið, sjálfsagt af því allt gerist mjög hratt.


mbl.is „Einn í einu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband