Mannapólitíkin ráðandi og græðgin lifir

Það er ótrúlega dapurt að horfa uppá það þessar vikunarnar hvernig mannapólitíkin yfirskyggir alla umræðu um þjóðfélagsmál um þessar mundir. Krafa mótmælenda snýst helst um eitt og eitt nafn eða mannaskipti sem slík. Ég hef hlustað og hlustað en heyri ekki kröfu um einhverja sérstaka stefnu í peningamálum. Krafan er um mannabreytingar og velferð skuldugra heimila. Helst er þó að heyra að menn vilji breytta vaxtastefnu svo skuldir heimila og fyrirtækja lækki.

Ekki heyri ég kröfu til varnar lífeyrissjóðum landsmanna gegn spákaupmönnum og fjárfestum sem eiga allt sitt undir því að skuldavafningar viðskiptabanka og lífeyrirssjóða haldi. Hinir ríkustu fjárfestar vilja ekki gefa eftir og því mun það kosta landsmenn óheyrilegan skaða í töpuðum lífeyri í framtíðinni. Græðgin er enn allsráðandi, græðgi í valdastóla og græðgi í peningagróða.

Umbæturnar í stjórn landsins snúast of mikið um tiltekna menn. Of lítið um innihald. Það ætti að setja "low profile" fólk í allar þessar stöður og "no nonsense" vinnusama einstaklinga. Best ef þeir hafa hvorki átt nokkurn hlut nokkurn tíma í nokkru fjármálafyrirtæki og best ef þeir hafa aldrei komið nálægt bankastarfsemi.

Af hverju ekki að setja fólk í stjórnir FME og Seðlabanka og ríkisbankana sem hefur einfaldlega gott brjóstvit, heilbrigða skynsemi og æðri gildi fyrir sjónum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Heyr!

Baldur Kristjánsson, 12.2.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Sammála, það sem vanta fyrst og fremst er almenn skynsemi og ef við þurfum sérfræðiaðstoð á að leita hennar utan landsteinanna til að tryggja óhlutdrægni

Hjalti Tómasson, 12.2.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
Eyjaklerkur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband