12.5.2009 | 12:26
Óráð að skapa óvissu um sjávarútveginn
Það er merkilegt að nú, þegar stórir geirar atvinnulífsins eru í lamasessi eftir hrunið á fjármálamarkaði, byggingarverktakar berjast í bökkum og fjöldi fyrirtækja á ýmsum sviðum verslunar og þjónustu eiga í erfiðleikum, m.a. vegna fjármagnskostnaðar, skuli ráðamönnum koma það helst til hugar að skapa óvissu um eina af fáum greinum atvinnulífsins sem eru að bjarga landinu.
Í sjávarútvegi hafa fyrirtæki Eyjamanna sýnt fádæma útsjónarsemi og framsýni við kaup á aflaheimildum og unnið markvisst að uppbyggingu greinarinnar. Nú var loksins að sjá sem þessi útvegur gæti hugsanlega átt góða daga í vændum, ekki síst þegar litið er til þess að útflutningsverðmætin hafa aukist við núverandi gengi krónunnar, sjómenn fá mun meira fyrir sinn hlut og tekjurnar eru loksins á uppleið. Magur tími er að baki þar sem menn hafa þraukað.
Við þessar aðstæður virðist nýja ríkisstjórnin hennar Jóhönnu Sigurðardóttur ætla að taka upp eignirnar, sem keyptar hafa verið í núverandi kerfi, þ.e.a.s. eignirnar sem felast í veiðiheimildunum, með það fyrir augum að úthluta þeim aftur. Það verða þá væntanlega einhverjir aðrir sem fá að kaupa þessar eignir eða fá þær að gjöf. Trúlega eru það þeir sem áður hafa verið í bransanum en séð hag sinn í því að selja aflaheimilir frá sér í núverandi kerfi. Í þriðja eða fjórða sinn fá þeir þá aftur veiðiheimildir sem þeir geta þá selt með góðum vöxtum. Látum það þó liggja milli hluta hvað þetta gæti farist óhönduglega, því auðvitað vonum við það besta.
Það liggur þó fyrir að með eignaupptöku veiðiheimilda, sem boðuð er, hljóta þeir að fara verst út úr þeim afskiptum sem hafa byggt hvað mest upp. Verstöðin í Vestmannaeyjum fer trúlega einna verst út úr þessari uppstokkun, enda er erfitt að taka frá þeim sem ekkert á.
Nóg er að gert nú þegar þessi óvissa hefur verið sköpuð, því auðvitað kippa ríkisbankarnir að sér höndum nú þegar, en bíða ekki boðanna. Yfirlýsingin í stjórnarsáttmálanum hefur trúlega þegar áhrif á stöðu þeirra sem senn eiga að tapa veðhæfum eignum veiðiheimildanna í kjölfar síðustu ára aflaskerðingar og tapaðra annarra eigna í fjármálahruninu.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- ragnargeir
- baldurkr
- orri
- baenamaer
- peyji
- kristleifur
- vonin
- kjartanvido
- jonvalurjensson
- kitta
- daystar
- theld
- alit
- zeriaph
- sigthora
- arnisvanur
- kex
- eyjapeyji
- lundi
- bajo
- gauisidda
- gudni-is
- enoch
- icejedi
- nkosi
- gattin
- einarhardarson
- fhg
- gebbo
- helgigunnars
- kht
- credo
- krist
- kristinm
- trumal
- solvi70
- vefritid
- vilhjalmurarnason
- tbs
- thorhallurheimisson
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Landakirkju í Vestmannaeyjum
- Sjúkrahúsið mitt í Tampa á Flórida Hér lærði ég klíníska sálgæslu 2003 - 2004 og lærði margt. Bráðamóttakan er mjög flott og allt annað í TGH enda hátæknispítali í fremstu röð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Athugasemdir
Kvótakerfið hefur dregið máttinn úr sjávarútveginum og Eyjunum. Það er ekki langt síðan að óréttláta kerfið sem þú vilt standa vörð um leiddi yfir Vestmanneyinga gríðarlega óvissu, þegar Brim var á góðri leið með að ná undirtökum í Vinnslustöðinni.
http://mogginnminn.is/mm/vidskipti/frettir/2007/11/14/nys_hluthafafundar_krafist_i_vinnslustodinni/
Sigurjón Þórðarson, 12.5.2009 kl. 13:03
Það er alveg magnað Kristján að það er bara talað um "kerfið". Enginn virðist tala um að það er ekki kerfið sem skiptir öllu máli, heldur það að fá sem mest út úr kverju veiddu kílói af fiski. Menn virðast vera búnir að gleyma að áður en kvótakerfið komst á með sinni hagræðingu, voru flestar útgerðir á hausnum. Fróðlegt væri líka að sjá menn úthluta loðnukvóta sem var enginn síðast og milljarðafjáfstingar bíða bara ónotaðar. Eru einhverjir sem eiga peninga í svoleiðis fjárfestingar? Kær kveðja.
Guðjón Gunnsteinsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.